Argo áfram vinsælust á Íslandi

Óskarsverðlaunamyndin Argo sem fjallar um frelsun bandarískra gísla í Íran er í fyrsta sæti á íslenska DVD/Blu-ray listanum aðra vikuna í röð. Í öðru sæti, ný á lista, er gamanmyndin með hinum geðþekka Kevin James, Here Comes the Boom og í þriðja sæti er  barnastjarnan Miley Cyrus í So Undercover, þar sem Miley er í hlutverki einkaspæjarans Molly.

Í fjórða sæti er svo Liam Neeson á sinni áttundu viku á lista, í spennumyndinni Taken 2 og í fimmta sæti eru Brad Pitt og félagar í Killing them Softly. 

Til að skoða væntanlegar myndir á DVD og Blue-ray smelltu þá hér.

Sjáðu lista 20 vinsælustu DVD/Blu-ray mynda á Íslandi hér að neðan: