Óskarsmynd beint á toppinn

Kvikmyndin Argo, sem fékk Óskarsverðlaunin sem besta kvikmynd síðasta árs, er nýjasta toppmynd íslenska DVD/Blu-ray listans, en myndin fór beint á topp listans á sinni fyrstu viku á lista.

Í öðru sæti er ungstjarnan Miley Cyrus og fer upp um eitt sæti í myndinni So Undercover. Vampírukrakkarnir í Twilight: Breaking Dawn 2 þurfa að sætta sig við að fara niður í þriðja sæti úr því fyrsta og Bond stendur í stað í myndinni Skyfall í fjórða sætinu.

Í fimmta sæti er svo Brad Pitt í Killing Them Softly.

Þrjár aðrar nýjar myndir eru á listanum fyrir utan Argo. Sænski spennutryllirinn Snabba Cash 2 fer beint í áttunda sæti listans og Playing for Keeps með Gerard Butler og Catherine Zeta-Jones fer beint í níunda sætið. Í 17. sætinu, ný á lista, situr svo teiknimyndin Hótel Transylvania. 

Sjáðu lista 20 vinsælustu DVD/Blu-ray mynda á Íslandi hér fyrir neðan: