Ariel Winter er Dóra landkönnuður

Ariel Winter leikkona úr Modern Family sjónvarpsþáttunum vinsælu hefur verið mikið í fréttum undanfarið eftir að móðir hennar var sökuð um að beita hana andlegu og líkamlegu ofbeldi.

Þessi frétt hér er þó af jákvæðara taginu, en Ariel er hér mætt í nýju grínvídeói um teiknimyndapersónuna Dóru landkönnuð, Dora The Explorer. Myndin er framleidd af CollegeHumor vídeósíðunni og lítur bara vel út.

Tékkið á þessari stiklu: