Stríðsástand í Modern Family

Leikkonan Ariel Winter, sem leikur Alex Dunphy, í bandarísku sjónvarpsþáttunum vinsælu  Modern Family, sem sýndir eru á Stöð 2, býr nú hjá eldri systur sinni, Shanelle Workman, eftir að fram komu ásakanir um að móðir þeirra, Chrisoula Workman, hafi beitt hana andlegu og líkamlegu ofbeldi.

Workman hefur verið skipað að halda sig í 90 metra fjarlægð frá dóttur sinni

Samkvæmt Félagsþjónustunni í Los Angeles þá var systir hennar, Shanelle, einnig beitt ofbeldi af hálfu móðurinnar fyrir um 20 árum síðan, og fjarlægð af heimilinu, að því er fram kemur í fréttum TMZ fréttaveitunnar.  Samkvæmt heimildum TMZ þá var Shanelle sett í fóstur í tvö ár og sneri aldrei til baka til móður sinnar til að búa þar.

Móðirin neitar öllum ásökunum, : „Ég hef aldrei slegið Ariel,“ segir Workman í réttarskjölum. „Ég elska Ariel mjög mikið og vil hag hennar sem mestan og bestan.“

Hér að neðan er stutt spjall við Ariel á rauða dreglinum fyrir framan Golden Globes verðlaunahátíðina:

Workman segir að uppþot síðustu vikna sé unglingavandamál, dæmigerð uppreisn tánings, en Ariel er 14 ára gömul.

Workman segir að eldri dóttir hennar, Gray, sé einungis að sækjast eftir forræði yfir Ariel, til að beina athygli að eigin frama í Hollywood, en Gray er einnig leikkona og hefur leikið í sápuóperunum One Life to Live og Bold and the Beautiful, m.a.

Winter hefur verið leikkona síðan hún var 7 ára gömul og leikið í ýmsum sjónvarpsþáttum svo sem ER, Phineas and Ferb ( Finnbogi og Felix ) og kvikmyndum eins og Kiss Kiss Bang Bang, Ice Age: The Meltdown og ParaNorman.

Mál mæðgnanna fer fyrir rétt aftur þann 20. nóvember nk.