Barrymore og Sandler staðfest í nýrri mynd

Nú hefur verið staðfest að Drew Barrymore og Adam Sandler muni leika saman í þriðja skiptið í nýrri rómantískri gamanmynd, en við sögðum í síðasta mánuði frá orðrómi um málið.

Myndin hefur ekki enn fengið nafn

Adam Sandler mun verða á meðal framleiðenda myndarinnar sem á að fjalla um tvo einstæða foreldra sem fara á blint stefnumót sem endar illar, en síðar þá hittast þau óvænt á ný í sumarfríi á sama hótelinu, og með í för eru börn þeirra beggja.

Það er ekki svo galin hugmynd að stefna þeim Barrymore og Sandler saman í mynd á nýjan leik þar sem fyrri tvær myndir þeirra, The Wedding Singer og 50 First Dates slógu báðar í gegn.

The Wedding Singer þénaði 123 milljónir Bandaríkjadala á heimsvísu en 50 First Dates gerði enn betur og þénaði 196 milljónir dala.