Sandler vill leika í The Cobbler

Adam Sandler á í viðræðum um að leika í indí-dramamyndinni The Cobbler. Leikstjóri er Tom McCarthy sem hefur áður stýrt myndunum Win Win og The Visitor.

adam-sandler

Síðasta hreinræktaða dramahlutverk Sandlers var í Reign Over Me. Hann sýndi einnig á sér dramatískar hliðar í Punch Drunk Love sem Paul Thomas Anderson leikstýrði.

Samkvæmt Variety hefur Sandler einnig áhuga á að leika í næstu mynd Jason Reitman, Men, Women & Children.

Sandler er þessa dagana að leika í gamanmyndinni The Familymoon á móti Drew Barrymore.