Ben Affleck fór beint á toppinn

Ben Affleck kom sá og sigraði í Bandarískum bíóhúsum um helgina þegar nýjasta mynd hans The Town, tyllti sér á topp aðsóknarlistans með 23,8 milljónir Bandaríkjadala í aðgangseyri.
Myndin er dramamynd um bankaræningja í Boston, og hefur fengið mjög lofsamlegar viðtökur hjá gagnrýnendum. Þetta er önnur myndin sem Ben Affleck leikstýrir, en hann leikur sjálfur aðalhlutverk ásamt þeim Jeremy Renner, Rebecca Hall, Jon Hamm og Chris Cooper. Smelltu hér til að horfa á trailerinn fyrir myndina.
Þrjár aðrar myndir voru frumsýndar um helgina. Háskólagamanmyndin Easy A lenti í öðru sæti með 18,2 milljónir dala í innkomu og Devil, sem framleidd er af sjálfum M. Night Shyamalan, sem fjallar um ókunnugt fólk sem festist í lyftu, lenti í þriðja sætinu með 12,6 milljónir dala í aðgangseyri. Hér er sýnishorn úr Devil.

Fyrirfram bjuggust spekúlantar í Hollywood við að Easy A myndi fara á toppinn um helgina, en allt hefur fallið með The Town síðustu 10 daga, bæði spurðist hún vel út, og gekk líka vel á kvikmyndahátíðinni í Toronto.

Easy A er með Emma Stone ( Superbad, Zombieland ) í aðalhlutverkinu, en myndin fjallar um stelpu leyfir nördum að segja að þeir hafi sofið hjá henni. Easy A kostaði aðeins 8 milljónir dala í framleiðslu og útkoman um helgina því mjög góð.

Toppmynd síðustu helgar, Resident Evil: Afterlife féll niður í fjórða sætið nú um helgina og tók inn 10,1 milljón dala.

Alpha and Omega, sem var frumsýnd um helgina, lenti í fimmta sæti með 9,2 milljónir dala, en myndin, sem er teiknuð þrívíddar úlfasaga, fékk aðeins 15% jákvæð viðbrögð á Rotten Tomatoes vefsíðunni.

Hér er aðsóknarlistinn í heild sinni:

1. „The Town,“ $23.8 million.

2. „Easy A,“ 18.2 million.

3. „Devil,“ $12.6 million.

4. „Resident Evil: Afterlife,“ $10.1 million.

5. „Alpha and Omega,“ $9.2 million.

6. „Takers,“ $9 million.

7. „The American,“ $2.8 million.

8. „Inception,“ $2 million.

9. „The Other Guys,“ $2 million.

10. „Machete,“ $1.7 million.