Bíógestur ósáttur með Drive

Sarah Deming, bíógestur í Michigan-fylki, var nógu ósátt með markaðsetningu verðlaunamyndarinnar Drive til að fara með málið fyrir dómstól. Svo virðist sem að hún bjóst við hraðskreiðari hasarmynd á borð við Fast Five miðað við stiklur myndarinnar. Í lögsókninni kemur meðal annars fram:
„[stiklurnar] kynntu kvikmyndina líkt og Fast and Furious eða svipaðar myndaseríur.“ þar stendur einnig „Drive á mjög lítið sameiginlegt með eltingar- og kappakstursmyndum… mjög lítið var um akstur í myndinni.“

Einnig kemur fram að hún telur myndina ýta undir ofbeldi gegn gyðingum miðað við hvernig kvikmyndin meðhöndlar þær persónur.
Drefingaraðillar Drive, FilmDistrict, segja lögsóknina vera tímaeyðslu og að dómnefnd hefur mikilvægari málum að sinna. Með lögsókninni sækist Sarah eftir endurgreiðslu bíómiðans ásamt því að núverandi stiklur myndarinanr verði teknar úr umferð. Hún hefur skorað á aðra ósátta bíógesti myndarinnar til að bæta þeirra atkvæði í málið og sína miða einnig endurgreidda.

(Hér er umrædda stiklan)