Blátt og rautt á toppnum

Teiknimyndin um hina smávöxnu bláu strumpa og ævintýri þeirra, Smurfs 2, eða Strumparnir 2, er vinsælasta myndin á Íslandi í dag, en í sætinu á eftir koma ellibelgirnir í gaman-spennumyndinni Red 2, eða Rautt 2, en þar eru í helstu hlutverkum þau Helen Mirren, Bruce Willis og John Malkovich.

the smurfs 2

Í Strumpunum 2 er hinn illi galdrakarl Kjartan enn  á ferð og býr til tvo hrekkjótta litla kalla sem líta út svipað og strumpar, og kallar þá Óþekktaranga. Kjartan vonast til að þessir kallar hans hjálpi honum að klófesta hinn dýrmæta strumpatöfraseið.

Í þriðja sætinu er toppmynd síðustu viku, Monsters University, en hún hefur verið í þrjár vikur á lista. Í fjórða sæti og niður um tvö sæti er síðan Wolverine, með Hugh Jackman í aðalhlutverkinu, og í því fimmta eru Adam Sandler og félagar í Grown Ups 2. 

Ein ný mynd til viðbótar er á listanum. Ryan Gosling er í níunda sæti í mynd sinni Only God Forgives. 

Sjáðu yfirlit yfir myndir í bíó hér. 

Sjáðu hvaða myndir eru væntanlegar í bíó hér. 

Sjáðu lista 15 vinsælustu mynda í bíó á Íslandi í dag hér fyrir neðan:

listinnn