Bond 23 heldur ótrauð áfram

Eftir mikla fjárhagserfiðleika hjá framleiðendum myndanna um njósnarann James Bond var óvíst hver staða næstu myndar í seríunni væri, en MGM fór fram á gjaldþrot fyrr á árinu. Nú hefur verið staðfest að myndin, sem mun vera sú 23. í röðinni, er alls ekki dauð úr öllum æðum.

Í viðtali við Film Music Magazine segir tónskáldið David Arnold, sem samdi tónlistina fyrir bæði Casino Royale og Quantum of Solace, að bæði hann og leikarinn Daniel Craig muni snúa aftur og bíði nú eftir handriti. Á sama hátt segir Óskarsverðlaunaleikkonan Kate Winslet við blaðið The Mail að fyrrum eiginmaður hennar, leikstjórinn Sam Mendes, muni flytja til Englands til að leikstýra næstu Bond mynd.

– Bjarki Dagur