Brad Pitt í stríðsmyndinni Fury

Brad Pitt hefur tekið að sér aðalhlutverkið í myndinni Fury sem gerist í síðari heimsstyrjöldinni.

Leikstjóri er David Ayer sem síðast gerði löggumyndina End of Watch með Jake Gyllenhaal í aðalhlutverki. Á næsta ári verður frumsýnd mynd hans Ten með Arnold Schwarzenegger í titilrullunni.

Fury fjallar um fimm bandaríska skriðdrekamenn skömmu fyrir lok stríðsins.  „Ég vil koma með eitthvað ferskt inn í þessa tegund kvikmynda,“ sagði Ayer um Fury. „Mig langar að búa til líflega skriðdrekabardaga sem eiga erindi við nútíma áhorfendur.“