Pitt og Fallon tjá sig með breikdansi

Samband leikarans Brad Pitt og þáttastjórnandans Jimmy Fallon virðist vera mun þróaðara heldur en hjá okkur hinum. Samkvæmt nýju myndbandi sem birtist í þætti Fallon í gærkvöldi þá geta þeir tjáð sig með breikdansi.

brad_pitt_jimmy_falon_breakdance_conversation

Pitt og Fallon sýna sína bestu takta í myndbandinu þó með mikilli hjálp frá atvinnu dönsurum sem eru staðgenglar þeirra megnið af myndbandinu. Það má spyrja hvort um sé að ræða nýja viðtalstækni hjá Fallon.

Þess má geta að Pitt er þessa daganna að koma nýjustu mynd sinni, Fury, á framfæri. Myndin gerist í lok Seinni heimsstyrjaldarinnar, nánar tiltekið í apríl árið 1945. Bandamenn eru að færa sig lengra og lengra inn í Evrópu. Vígamóður liðþjálfi að nafni Wardaddy, sem Pitt leikur, er yfirmaður skriðdreka með fimm hermenn innanborðs, sem fer í lífshættulegan leiðangur yfir víglínuna.

Hér að neðan má sjá þetta skemmtilega myndband.