Þrýstingur á æðstu stöðum

fordHarrison Ford, Anthony Hopkins, Natalie Dormer, Paul Bettany og Martin Freeman hafa öll gengið til liðs við njósnakvikmyndina Official Secrets.

Myndin er byggð á bók Marcia Mitchell The Spy Who Tried to Stop a War, og fjallar um Katherine Gun, sem Dormer leikur –  breskan leyniþjónustumann sem lekur upplýsingum til fjölmiðla um ætlaða áætlun þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, NSA, um að beita Sameinuðu þjóðirnar þrýstingi um að leyfa innrásina í Írak.

dormerBettany og Freeman munu fara með hlutverk blaðamanna við breska dagblaðið London Observer, en Hopkins mum leika breskan hershöfðingja á eftirlaunum. Ford mun fara með hlutverk leyniþjónustumanns.

Tökur á Official Secrets hefjast í maí nk.