Cage leitar hefnda – ný stikla úr Tokarev

cageStikla fyrir nýjustu Nicolas Cage myndina, Tokarev, var að koma út.

Cage leikur fyrrum glæpamann, sem er hættur í bransanum. Rússneska mafían rænir þá dóttur hans og hann ákveður að safna gömlu félögunum saman og leita hefnda.

Leikstjóri er Paco Cabezas og helstu leikarar aðrir eru Rachel Nichols, Peter Stormare og Danny Glover. 

Eins og sést í stiklunni er enginn skortur á byssubardögum og slagsmálum í myndinni, en sjón er sögu ríkari: