Dauði Superman Lives – Stikla

Áður en Superman myndin Superman Returns, með Brandon Routh í hlutverki ofurmennisins, og myndarinnar Man of Steel, með Henry Cavill í sama hlutverki, átti sjálfur Nicolas Cage að setja á sig rauðu skikkjuna í myndinni Superman Lives.

smith

Leikstjóri átti að vera Tim Burton, en framleiðsla myndarinnar hófst en síðan var hætt við allt saman. Til eru myndir af Cage í búningnum auk þess sem til eru skissur af myndinni eins og hún átti að verða.

cageFyrr á þessu ári bárust af því fréttir að leikstjórinn Jon Schnepp hefði sett í gang söfnun á hópsöfnunarsíðunni Kickstarter fyrir heimildarmynd um Superman Lives, sem kallast The Death of Superman Lives: What Happened? og greinilegt er að Schnepp hefur haft erindi sem erfiði því komin er út stikla fyrir heimildamyndina.

Í heimildarmyndinni, sem enn er í vinnslu, verða birt viðtöl við leikara sem búið var að ráða í myndina, þar á meðal við leikstjórann Tim Burton og Kevin Smith ( á meðfylgjandi mynd ), sem skrifaði handrit myndarinnar.

Í stiklunni eru, auk þess sem sýnt er frá viðtölunum, sýndar myndir af Cage fljúgandi í Superman búningnum.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan: