CBS hafnaði Beverly Hills Cop

Á dögunum sögðum við frá þvíEddie Murphy og Judge Reynhold hygðust snúa aftur sem þeir löggufélagar Foley og Rosewood  úr Beverly Hills Cop, í sérstökum prufuþætti fyrir nýjan Beverly Hills Cop sjónvarpsmyndaflokk sem CBS sjónvarpsstöðin hafði áhuga á að framleiða.

Murphy og höfundur Shield þáttanna, Shawn Ryan, framleiddu prufuþáttinn.

Foley feðgar.

Prufuþátturinn hefur greinilega ekki fallið í frjóan jarðveg hjá CBS því að nú voru þær fréttir að berast að sjónvarpsstöðin hafi ákveðið að gera ekki sjónvarpsseríu upp úr þessum prufuþætti, en margir höfðu beðið spenntir eftir því að sjá þættina verða að veruleika.

Samkvæmt heimildum E! online fréttaveitunnar, þá er ekki öll nótt úti enn, því líklega mun verða reynt að selja prufuþáttinn til annarra sjónvarpsstöðva, þó óvíst sé um árangur af því.

Með aðalhlutverk í þættinum fer Brandon T. Jackson, en hann leikur son Axel Foley, sem Murphy lék í upprunlegu myndunum.