Daniel Day-Lewis er Abe Lincoln

Óskarsverðlaunahafinn Daniel Day-Lewis er án nokkurs vafa einn kröftugasti leikarinn á lífi í dag og það sést á verkefnavalinu hans (mínus Nine, þótt hann hafi alls ekki staðið sig illa í þeirri mynd), og eins og glöggir vita þá þiggur þessi maður ekki hvaða hlutverk sem er og sést ekki á nema nokkurra ára millibili.

Nú um þessar mundir er hann staddur í Virginiu að taka upp nýjustu mynd Stevens Spielberg, Lincoln, og náðist fyrsta ljósmyndin af leikaranum í titilhlutverkinu sem 16. forseti bandaríkjanna. Myndin var tekin í matarhléi á settinu þar sem Lewis var í miðri máltíð.

Ætli Neeson hafi verið útlitslega betri leikari fyrir Lincoln rulluna?