Day-Lewis fer á bókasafnið

Tvöfaldi Óskarsverðlaunahafinn, kvikmyndaleikarinn Daniel Day-Lewis, sem leikur 16. forseta Bandaríkjanna, Abraham Lincoln, í nýjustu mynd Steven Spielberg, Lincoln, afhenti á dögunum, ásamt systur sinni Tamasin Day-Lewis,  Bodleian bókasafninu í Oxford háskóla á Englandi, skjalasafn föður síns, skáldsins Cecil Day-Lewis.

Cecil var prófessor í ljóðlist og útnefndur lárviðarskáld í Bretlandi árið 1968. Móðir Daniels-Day-Lewis var leikkonan Jill Balcon, sem var vel þekkt leikkona í kvikmyndum, í sjónvarpi, í útvarpi og í leikhúsi.

Á meðal skjala sem eru með í gjöfinni, eru bréfasamskipti Cecils við stórmenni eins og W. H. Auden, Kingsley Amis, Peggy Ashcroft, John Gielgud, Robert Graves, Alec Guinness og Christopher Isherwood.