David Lynch minnst í Sambíóunum Kringlunni

Kvikmyndaáhugamenn fá mikið fyrir snúð sinn í Sambíóunum Kringlunni í mars því þá verður hins mikla meistara David Lynch minnst og fjórar mynda hans sýndar.

Lynch lést 15. janúar sl.

Sýningarnar verða á mánudögum en um er að ræða nokkrar af hans eftirminnilegustu kvikmyndum.

Eins og segir í tilkynningu frá Sambíóunum er um að ræða einstakt tækifæri fyrir kvikmyndaáhugamenn til að fræðast nánar um áhrif Lynch á kvikmyndagerð og hvað það er sem gerir myndir hans einstakar.

Dagskrá kvikmyndasýninga:

10. mars – The Elephant Man
Tilfinningaþrungin og áhrifamikil saga um raunverulega persónu, John Merrick, sem fæddist með alvarlega líkamlega afmyndun. Myndin, með Anthony Hopkins og John Hurt í aðalhlutverkum, fjallar um mannlegt eðli og samkennd.

The Elephant Man (1980)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.2
Rotten tomatoes einkunn 91%
The Movie db einkunn4/10

Á Viktoríutímanum í London þá sér læknirinn Dr. Frederick Treves sirkussýningu sem maður að nafni Bytes stjórnar, en þar er eitt aðalsýningaratriðið vera sem kallast "The Elephant Man" eða Fílamaðurinn. Í raun og veru þá er þessi vera tuttugu og eins árs gamall maður að ...

Tilnefnd til átta Óskarsverðlauna, þar á meðal fékk John Hurt tilnefningu fyrir túlkun sína á John Merrick. Fékk þrenn BAFTA verðlaun, þar á meðal John Hurt.

17. mars – Wild at Heart
Ástríðufull og óhefðbundin ástarsaga með Nicolas Cage og Laura Dern í aðalhlutverkum. Myndin blandar saman ofbeldi, rómantík og dulspeki í sannkallaðan Lynch-stíl, þar sem raunveruleiki og fantasía renna saman.

Wild at Heart (1990)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.2
Rotten tomatoes einkunn 66%
The Movie db einkunn7/10

Siðblind móðir Lulu brjálast við tilhugsunina um að Lulu eigi í sambandi við Sailor, sem er nýsloppinn úr fangelsi. Lulu og Sailor gefa skít í skilorð Sailors, og fara til Kaliforníu. Móðir Lulu ræður leigumorðingja til að elta Sailor og drepa hann. Óafvitandi um þetta, þá ...

24. mars – Blue Velvet
Dularfullur og áleitinn spennutryllir sem afhjúpar myrkar undiröldur hins friðsæla úthverfis Bandaríkjanna. Kyle MacLachlan og Isabella Rossellini fara á kostum í þessari áhrifaríku mynd.

Blue Velvet (1986)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.7
Rotten tomatoes einkunn 91%
The Movie db einkunn6/10

Menntaskólaneminn Jeffrey Beaumont snýr aftur til sín friðsæla heimabæjar Lumberton til að sjá um verkfæraverslun föður síns á meðan faðir hans fer á spítala. Þegar hann er á gangi á gróðursælu engi nálægt heimili fjölskyldunnar þá finnur hann afskorið eyra. Eftir ...

David Lynch tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikstjóri. Dennis Hopper tilnefndur til Golden Globes verðlauna fyrir leik, og Lynch fyrir handrit.

31. mars – Mulholland Drive
Ein af metnaðarfyllstu og flóknustu myndum Lynch, sem blandar draumkenndri framsetningu við torræða ráðgátu og magnaða frammistöðu Naomi Watts.

Mulholland Drive (2001)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.9
Rotten tomatoes einkunn 84%
The Movie db einkunn8/10

Rita er sú eina sem lifir af hræðilegt bílslys, en missir minnið eftir slysið. Hún þvælist inn í íbúð ókunnugs manns niðri í bæ, og saga hennar blandast á undarlegan hátt saman við líf Betty Elms, ungrar konu sem er að reyna að slá í gegn. En Betty er samt spennt fyrir ...

Staðsetning: Sambíóin Kringlan
Tími: Kl. 19:00

Við hvetjum alla kvikmyndaunnendur til að mæta og njóta þessara meistaraverka á stóru tjaldi.

ATH: Hér má sjá yfirlit yfir allar sígildar myndir í bíó.