Náðu í appið
The Elephant Man

The Elephant Man (1980)

Fílamaðurinn

"I am not an animal! I am a human being! I...am...a man!"

2 klst 4 mín1980

Á Viktoríutímanum í London þá sér læknirinn Dr.

Rotten Tomatoes91%
Metacritic78
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:HræðslaHræðsla

Söguþráður

Á Viktoríutímanum í London þá sér læknirinn Dr. Frederick Treves sirkussýningu sem maður að nafni Bytes stjórnar, en þar er eitt aðalsýningaratriðið vera sem kallast "The Elephant Man" eða Fílamaðurinn. Í raun og veru þá er þessi vera tuttugu og eins árs gamall maður að nafni John Merrick, sem er með alvarlega vansköpun, þar á meðal afmyndaða og risastóra höfuðkúpu og risastóra og afmyndaða hægri öxl. Hinn óheflaði Bytes hugsar einungis um að græða sem mest á því að sýna Merrick sem óskapnað. Treves tekst að fá Merrick í sínar hendur og flytja hann á sjúkrahús, sem gengur þó ekki vandræðalaust fyrir sig. Treves trúir Bytes í fyrstu, að hinn mállausi Merrick sé bara fáviti, en kemst svo að því að Merrick getur talað og er í raun vel lesinn og skýrmæltur maður. Þegar sögurnar af Merrick komast í hámæli og blöðin í Lundúnum segja sögu hans, þá verður hann frægur á meðal yfirstéttarinnar í London, þar á meðal fær fröken Kendal, sem er þekkt leikkona, mikinn áhuga á honum. Þrátt fyrir að fá nú mun mannúðlegri meðferð, þá vaknar sú spurning hvort að Treves sé í raun enn að notfæra sér Merrick. Og eftir því sem Merrick verður frægari þá reyna fleiri að græða á honum. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

BrooksfilmsUS

Verðlaun

🏆

Tilnefnd til átta Óskarsverðlauna, þar á meðal fékk John Hurt tilnefningu fyrir túlkun sína á John Merrick. Fékk þrenn BAFTA verðlaun, þar á meðal John Hurt.

Gagnrýni notenda (2)

Ógleymanleg kvikmynd sem allir verða að sjá. Boðskapur þessarar myndar á ekki síst erindi við þá sem hafa gleymt hvað yfirborðið skiptir litlu máli, og hvað við erum fljót að dæma ...

Áhrifamikil og innilega áhrifarík og heillandi meistaraverk um stórmerka ævi John Merricks sem kallaður var Fílamaðurinn vegna hryllilegs vanskapnaðar síns. Þar sem fólk hélt að færi sk...