Denzel orðaður við The Equalizer

Denzel Washington hefur verið orðaður við aðalhlutverkið í nýrri mynd sem verður byggð á sjónvarpsþáttunum The Equalizer.

Sony Pictures og Escape Artists ætla að færa sjónvarpsþættina frá níunda áratugnum yfir á hvíta tjaldið.

Samkvæmt Flickering Myth hefur Refn, sem leikstýrði Drive og Pusher, verið boðið að leikstýra myndinni.

Edward Woodward lék hinn grjótharða Robert McCall, einkaspæjara sem áður var  sérsveitamaður, í The Equalizer og nutu þættirnir töluverðra vinsælda.