Gosling hættir við Logan

Ryan Gosling er hættur við að leika í myndinni Logan´s Run. Gosling ætlaði að leika undir stjórn Nicolas Winding Refn í þessari endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1976.

Þeir unnu fyrst saman við Drive sem kom út fyrra og héldu svo samstarfinu áfram í Only God Forgives sem kemur út á næsta ári. Ástæður fyrir brotthvarfi Gosling hafa ekki verið gefnar upp.

Gosling sést næst á hvíta tjaldinu í glæpatryllinum Gangsters Squad þar sem hann leikur á móti Sean Penn og Emmu Stone.