Ryan Gosling laminn í klessu

Ryan Gosling er heldur betur krambúleraður á nýju kynningarplakati  Only God Forgives. Hann lítur út fyrir að hafa lent í heljarinnar barsmíðum.

Myndin fjallar um Julian (Gosling) sem rekur Thai-box klúbb sem yfirskyn fyrir eiturlyfjasmygl fjölskyldu sinnar. Móðir hans Jenna (Kristin Scott Thomas) neyðir hann til að finna og drepa þann sem bar ábyrgð á dauða bróður hans.

Leikstjóri Only God Forgives er Nicolas Winding Refn sem leikstýrði einmitt Gosling í Drive, sem mörgum þótti ansi vel heppnuð.

Myndin er væntanleg í bíó næsta vor.