Dern verður móðir göngukonu

Leikkonan Laura Dern hefur að undanförnu verið að leika í sjónvarpi eins og Hollywoodstjörnur gera í sífellt meira mæli, en sjónvarpsþáttur hennar á HBO, Enligthened, var nýverið tekinn af dagskrá.

laura dern

Í gær birtum við fyrstu ljósmyndina úr nýjustu mynd Reese Witherspoon, Wild, en nú hefur Laura Dern einmitt bæst í leikarahóp þeirrar myndar.

wildMyndin, sem leikstýrt er af Jean-Marc Vallee, er gerð upp úr minningum Cheryl Strayed frá árinu 2012. Hún fjallar um unga konu sem er að jafna sig á skilnaði, og tilfinningalegum örum sem hún ber eftir dauða móður sinnar og eiturlyfjamisnotkun hennar. Hún ákveður að ganga 1.000 mílur, hina svokölluðu Pacific Crest leið, alein, í þeirri von að geta fundið rétta átt í lífinu.

Að sjálfsögðu fer ekki allt samkvæmt áætlun, en hún lærir margt á leiðinni.

Nick Hornby, sem hefur skrifað nokkar bækur sem hafa orðið að vinsælum kvikmyndum, skrifaði handritið upp úr bók Strayed.

Dern mun leika móður Witherspoon, og mun að öllum líkindum birtast í endurliti minninga Witherspoon. Aðrir leikarar eru m.a. Gaby Hoffman, Thomas Sadoski og W. Earl Brown.

Dern lék nýlega í myndunum The Fault In Our Stars og When The Game Stands Tall.