Djöflagrínið vinsælt

Gaman-hrollvekjur eru nokkuð vinsælar um þessar mundir og um síðustu helgi var frumsýnd á VOD í Bandaríkjunum hrollvekjan Hell Baby, sem er einmitt af þessari tegund.

rob cordry

Myndin er eftir þá Robert Ben Garant og Thomas Lennon, sem gerðu Reno 911 gamanþættinaog fjallar um nýgift hjón sem flytja inn í draugahús í New Orleans, og eiga von á fyrsta barninu sínu. Þau óttast að barnið þeirra verði andsett af djöflinum og kalla til særingamenn frá Vatíkaninu í Róm.

Aðalhlutverk leika Rob Cordry, úr Hot Tub Time Machine, og Leslie Bibb úr Iron Man 2.

Sjáðu rauðmerktu stikluna fyrir myndina hér fyrir neðan, en athugaðu að stiklan er ekki ætluð börnum og viðkvæmum:

Myndin var frumsýnd á VOD eins og áður sagði um síðustu helgi, en kemur í kvikmyndahús í Bandaríkjunum þann 6. september.

Önnur mynd af svipaðri tegund er myndin Bad Milo eftir Jacob Vaughan, sem skrifar handrit ásamt Benjamin Hayes.

bad_milo_trailer

Myndin fjallar um Duncan en líf hans er algjör hausverkur ( eða rassverkur ). Hann er með stjórnsaman og óheiðarlegan yfirmann, nöldrandi móður og pabba sem er ónytjungs nýaldarsinni, og yndislega, en samt krefjandi, eiginkonu. Líf hans versnar til muna þegar hann fer að fá mikla iðraverki og leitar hjálpar hjá dáleiðslumeistara sem hjálpar honum að komast að rót vandans sem er lítill djöfull sem býr í kviði hans, sem vill komast út. Þegar hann er loks kominn út slátrar hann fólki sem pirrar hann. Til að friða kvikindið, og koma í veg fyrir að það drepi fólk sem stendur honum næst, þá reynir Duncan að vingast við þennan óvenjulega bumbubúa, og kallar hann Milo.

Hell Baby gerir grín að myndum eins og The Exorcist og Rosemary´s Baby, en Bad Milo er meira að grínast með myndir eins og It´s Alive og The Brood.

Sjáðu rauðmerkta bannaða stiklu úr Bad Milo hér fyrir neðan:

Helstu leikarar í Bad Milo eru Gillian Jacobs, Peter Stormare, Stephen Root og Patrick Warburton.

Myndin kemur út á VOD í Bandaríkjunum 29. ágúst og fer í bíó þar í landi 4. október.

Hér fyrir neðan eru plaköt beggja mynda:

bad-milo-poster hell_baby_poster-620x923