Dýrið, háspenna og ferðalag í bíó í vikunni

Þrjár nýjar og spennandi kvikmyndir koma í bíó í vikunni. Þær eru jafn ólíkar og þær eru margar en sömuleiðis mjög áhugaverðar hver á sinn hátt.

Það er eins og alltaf sérstakt fagnaðarefni að fá nýja íslenska kvikmynd í bíó. Þar er á ferðinni kvikmyndin Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson, sem var valin frum­leg­asta mynd­in á kvik­mynda­hátíðinni í Cann­es fyrr á árinu.

Sömuleiðis eru nýir spennutryllar eins og Don´t Breathe 2 alltaf aufúsugestir í bíó, sem og teiknimyndir, eins og Umhverfis Jörðina á 80 dögum. 

Í ítarlegu samtali við Morgunblaðið fjallar aðalleikkona Dýrsins m.a. Um það hvernig hún fékk hlutverkið í myndinni. Hún segir í viðtalinu að leikstjórinn Valdimar Jóhannsson og kona hans og annar framleiðandi myndarinnar, HrönnKristinsdóttir, hafi heimsótt sig í London, en áður hafði hún lesið handritið. „Þegar ég las það varð ég strax hrifin og svo þegar þau komu höfðu þau meðferðis skissubók með ljósmyndum, teikningum og málverkum sem sýndu hugmyndir Valdimars um þennan heim sem hann vildi skapa með Dýrinu. Ég skoðaði þessar myndir og kvikmyndin lifnaði við í huga mér. Ég ákvað þá að ég yrði að vera með í þessari mynd. Valdimar og Sjón, sem skrifuðu handritið, fóru með mig í vegferð og ég fann strax sterka tengingu við persónuna Maríu og hennar brotna hjarta, vilja hennar og þörfina til að lifa og ná bata. Ég féll alveg fyrir sögunni. Það var aldrei neinn vafi í mínum huga eftir það. Ég hringdi í liðið mitt og sagði þeim að ég væri búin að vera að bíða eftir svona verkefni; þarna gæti ég fundið rætur mínar aftur, farið þangað sem allt byrjaði,“ segir Noomi við Morgunblaðið en hér á Noomi við land æsku sinnar, Ísland. 

Í viðtalinu kemur fram að Noomi hafi ekki hitt Valdimar áður en hann kom í heimsóknina, en þó höfðu þau unnið á sama setti eitt sinn. „Það fyndna var að hann hafði unnið á setti við tökur á myndinni Prometheus. Við vorum á Íslandi í tíu daga við tökur og hann var þar en ég hitti hann aldrei þá. En það var skrýtið en ég fann strax mikla tengingu á milli okkar og ég þekkti vel til verka Sjóns,“ segir hún og segir samstarfið hafa gengið afar vel. „Við Valdimar köfuðum með hverjum deginum dýpra ofan í persónu Maríu, að finna hver hún væri. Hver dagur var leit að sannleikanum og þetta var næstum eins og púsluspil sem við þurftum að vinna að saman.

https://www.youtube.com/watch?v=GOQ8QWk1icc

Samstarf okkar var mjög náið og það ríkti afar fallegt jafnvægi í því, sem einkenndist annars vegar af djúpri og innilegri alvöru og leikgleði hins vegar,” segir Noomi í samtalinu við Morgunblaðið. 

Lítil stúlka fær vernd frá misyndismanni

Don´t Breathe 2 er framhald hrollvekjunnar Don´t Breathe frá árinu 2016 en hún var óvæntur smellur það árið. Unnendur hrollvekja tóku þar vel á móti nýrri mynd í flokki mynda þar sem “ógnvaldur brýst inn á heimili fólks”, en langt er síðan alvöru mynd hafði verið frumsýnd í þeim flokki kvikmynda. Don´t Breathe fór með himinskautum í miðasölunni. Tekjurnar voru 89,2 milljónir Bandaríkjadala í Bandaríkjunum, en myndin kostaði einungis einungis 9,9 milljónir dala í framleiðslu.

Velgengngi Don´t Breathe þýddi bara eitt; Það hlaut að koma framhald. 

En mun framrhaldsmyndin standa undir væntingum ?

Á vefsíðunni Filmdaily er bent á að plottið í myndinni sé í raun svipað og í Schwarzenegger myndinni Terminator 2: Judgement Day. 

Í þeirri mynd sáum við hvernig tortímandinn óstöðvandi úr framtíðinni, í túlkun Schwarzeneggers, skipti um lið og varð verndari mannkyns, en hafði áður verið vondi kallinn.

Í Don´t Breathe 2 snýr hinn ógnvekjandi, Norman Nordstrom, sem Stephen Lang leikur, við blaðinu og beinir öllum sínum tryllingi í að vernda unga stúlku, Phoenix. 

Myndin spyr m.a. spurninga um hvort að Nordstrom eigi rétt á einhvers konar uppreisn æru, þrátt fyrir hræðilega glæpi í fyrri myndinni. 

Api, froskur og rækjur á þurru landi

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hin sígilda 19. aldar saga Jules Verne, Umhverfis Jörðina á 80 dögum er kvikmynduð, en það sem er kannski óvenjulegt núna er að í aðalhlutverkum eru froskur og api sem búa á eyju þar sem íbúarnir eru aðallega rækjur á þurru landi!

Það er gaman að segja frá því að 16.923 teikningar voru gerðar fyrir myndina og í myndinni sjáum við þrjátíu og eina mismunandi dýrategund.