Eineggja hryllingur – Fyrsta stikla!

Game Of Thrones og The Hunger Games leikkonan Natalie Dormer leikur eineggja tvíbura í nýrri hrollvekju sem gerist í japönskum skógi, The Forest.

path

Myndin gerist í Aokigahara skóginum, sem er alvöru skógur nálægt fjallinu Fuji, þar sem fólk fer til að fremja sjálfsmorð.

Þar gerist nú óútskýranlegur hryllingur þegar tvíburasystir ungrar konu, Sara að nafni, hverfur á dularfullan hátt, og Sara fer að leita að henni, og lætur allar viðvaranir sem vind um eyru þjóta.

Myndin er væntanleg í bíó í Bretlandi þann 26. febrúar nk.

Sjáðu fyrstu stiklu úr myndinni: