Eisenberg verður Lex Luthor

eisenbergKvikmyndafyrirtækið Warner Bros. Pictures tilkynnti nú fyrir stundu að bandaríski leikarinn Jesse Eisenberg ( Social Network ) hefði verið ráðinn í hlutverk Lex Luthor, aðal illmennisins í Superman/Batman myndinni sem enn hefur ekki fengið nafn. Þá var tilkynnt að Jeremy Irons hefði verið ráðinn í hlutverk Alfreðs,  læriföður og besta vinar Batman.

Zack Snyder leikstjóri myndarinnar segir í tilkynningunni að Luthor hafi löngum verið talinn illræmdasti óvinur Superman. „Það sem er frábært við Lex er að hann er ekki bara svívirðilegur óþokki heldur er hann margbrotin persóna og fágaður karakter, en gáfur hans, auður og staða hans gera hann einn af fáum dauðlegum mönnum til að geta ögrað hinum ógnarsterka Superman.“

Hér má lesa alla tilkynningu Warner Bros.