Eldfjall valin besta myndin

Kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Eldfjall, var valin besta kvikmyndin á Bradford International Film Festival (BIFF). Hátíðin var haldin í 18.sinn í ár og dómnefndin samanstóð af leikstjóranum og handritshöfundnum Joanna Hogg, kvikmyndagagnrýnanda Times Wendy Ide, og kvikmyndagagnrýnanda Daily Telegraph Tim Robey.

Eldfjall hlýtur því 3.000 evrur í verðlaunafé og stóran plús í kladdann. Fyrsta kvikmynd Rúnars vakti skiljanlega mikla lukku á hátíðinni, en þetta hafði dómnefndin að segja um myndina: ,,Volcano had the edge for its subtlety, visual elegance and a towering lead performance from Theodór Júlíusson. It’s the second time I’ve seen it, and I’m pleased the other judges agreed on Rúnarsson’s skill and empathy as a young filmmaker. It’s about the estrangement of getting old, an emotionally rich subject which is often sentimentalised, but not here.“

Hrikalegt! Við hjá Kvikmyndir.is óskum Rúnari og öðrum aðstandendum myndarinnar innilega til hamingju með þennan áfanga.