Enn flýgur Denzel hæst

Kvikmyndin Flight með Denzel Washington, nýtur enn mikilla vinsælda hér á landi og situr á toppi íslenska DVD/Blu-ray listans aðra vikuna í röð. Í öðru sæti, eins og í síðustu viku einnig, er Bruce Willis í A Good Day to Die Hard. Í þriðja sæti niður um eitt sæti á milli vikna, eru það skötuhjúin Jason Statham og Jennifer Lopez í Parker.

denzel washington

Django Unchained eftir Quentin Tarantino hefur notið gríðarlegra vinsælda á Íslandi og er nú á sinni sjöttu viku á lista. Hún er nú fjórða vinsælasta DVD/Blu-ray myndin á landinu. Í fimmta sæti, og stendur í stað á milli vikna, er Tom Cruise í mynd sinni Jack Reacher. 

Smelltu hér til að skoða nýútkomnar og væntanlegar myndir á DVD og Blu-ray. 

Smelltu hér til að skoða DVD hluta Mynda mánaðarins. 

Sjáðu lista yfir 20 vinsælustu DVD/Blu-ray myndir á Íslandi vikuna 17. – 23. júní hér fyrir neðan:

listinnn