Fá Skyfall og Day-Lewis BAFTA verðlaunin í kvöld?

BAFTA verðlaunin, sem gjarnan eru kölluð bresku Óskarsverðlaunin, verða afhent í kvöld. Talið er að Daniel Day-Lewis muni halda þar áfram sigurgöngu sinni, en hann er talinn líklegastur til að vinna BAFTA verðlaunin fyrir leik sinn í aðalhlutverki í Lincoln, mynd Steven Spielberg um Abraham Lincoln 16. forseta Bandaríkjanna.

Day-Lewis hefur nú þegar unnið Golden Globe og Screen Actors Guild verðlaunin fyrir frammistöðu sína, og er líklegur til að vinna Óskarsverðlaunin síðar í þessum mánuði.

Day-Lewis mun að sjálfsögðu mæta til BAFTA verðlaunanna í kvöld og ganga eftir rauða dreglinum ásamt leikurum eins og Jessica Chastain, Anne Hathaway og George Clooney, sem og þeim Dame Helen Mirren, Hugh Jackman, Javier Bardem og Jennifer Lawrence svo einhver séu nefnd.

Lincoln er með flestar BAFTA tilnefningar, 10 alls, en Les Miserables er með níu eins og Life Of Pi.

Skyfall, nýjasta James Bond myndin, er tilnefnd til átta verðlauna, þar á meðal sem besta mynd og tveir leikarar úr myndinni einnig, þau Judi Dench, sem leikur M,  og Javier Bardem, sem er aðalillmennið Raoul Silva.

Bretar eru skiljanlega spenntir yfir Skyfall  og vonast til að hún vinni til verðlauna og veðmangarar hafa gefið henni háan stuðul í veðmálum dasins. Sky sjónvarpsstöðin hefur eftir talsmanni William Hill veðmálafyrirtækisins að þeir telji Skyfall eiga góða möguleika: „Skyfall er klárlega besta Bond myndin í 50 ár og við teljum að það verði freistandi fyrir bresku akademíuna að staðfesta það í kvöld.“

Af öðrum breskum leikurum þá er Dame Helen Mirren tilnefnd fyrir leik sinn í hlutverki eiginkonu Alfred Hitchcock í myndinni Hitchcock. Keppinautar hennar um verðlaunin fyrir leik í aðalhlutverki eru Emmanuelle Riva, Jennifer Lawrence, fyrir Silver Linings Playbook, Marion Cotillard fyrir Rust and Bone, og Jessica Chastain fyrir Zero Dark Thirty.

Vert er að minna á það að nokkrir Íslendingar verða í sviðsljósinu í kvöld, eins og við höfum áður greint frá hér á kvikmyndir.is. Stuttmyndin Good Night sem framleidd er af Evu Sigurðardóttur er tilnefnd til BAFTA verðlauna í kvöld sem og stuttmyndin Tumult, eftir Johnny Barrington, en þar eru á meðal leikenda þeir Ingvar E. Sigurðsson, Gísli Örn Garðarsson og Ívar Örn Sverrisson. 

Hér að neðan er heildarlisti yfir BAFTA tilnefningar í ár:

Besta mynd

Argo

Les Miserables

Life Of Pi

Lincoln

Zero Dark Thirty

Besta breska mynd

Anna Karenina

The Best Exotic Marigold Hotel

Les Miserables

Seven Psychopaths

Skyfall

Besta frumraun bresks handritshöfundar, leikstjóra eða framleiðanda

Bart Layton, Dimitro Doganis – The Imposter

David Morris, Jacqui Morris – McCullin

Dexter Fletcher, Danny King – Wild Bill

James Bobin – The Muppets

Tina Gharavi – I Am Nasrine

Besta mynd á erlendu tungumáli

Amour

Headhunters

The Hunt

Rust And Bone

Untouchable

Besta heimildamynd

The Imposter

Marley

McCullin

Searching For Sugar Man

West Of Memphis

Besta teiknimynd

Brave

Frankenweenie

Paranorman

Besti leikstjóri

Michael Haneke – Amour

Ben Affleck – Argo

Quentin Tarantino – Django Unchained

Ang Lee – Life Of Pi

Kathryn Bigelow – Zero Dark Thirty

Besta frumsamda handrit

Michael Haneke – Amour

Quentin Tarantino – Django Unchained

Paul Thomas Anderson – The Master

Wes Anderson, Roman Coppola – Moonrise Kingdom

Mark Boal – Zero Dark Thirty

Besta handrit unnið upp úr öðru efni

Chris Terrio – Argo

Lucy Alibar, Benh Zeitlin – Beasts Of The Southern Wild

David Magee – Life Of Pi

Tony Kushner – Lincoln

David O Russell – Silver Linings Playbook

Besti aðalleikari

Ben Affleck – Argo

Bradley Cooper – Silver Linings Playbook

Daniel Day-Lewis – Lincoln

Hugh Jackman – Les Miserables

Joaquin Phoenix – The Master

Besta aðalleikkona

Emmanuelle Riva – Amour

Helen Mirren – Hitchcock

Jennifer Lawrence – Silver Linings Playbook

Jessica Chastain – Zero Dark Thirty

Marion Cotillard – Rust And Bone

Besti meðleikari

Alan Arkin – Argo

Christoph Waltz – Django Unchained

Javier Bardem – Skyfall

Philip Seymour Hoffman – The Master

Tommy Lee Jones – Lincoln

Besta meðleikkona

Amy Adams – The Master

Anne Hathaway – Les Miserables

Helen Hunt – The Sessions

Judi Dench – Skyfall

Sally Field – Lincoln

Besta frumsamda tónlist

Anna Karenina (Dario Marianelli)

Argo (Alexandre Desplat)

Life Of Pi (Mychael Danna)

Lincoln (John Williams)

Skyfall (Thomas Newman)

Besta kvikmyndataka

Anna Karenina (Seamus McGarvey)

Les Miserables (Danny Cohen)

Life Of Pi (Claudio Miranda)

Lincoln (Janusz Kaminski)

Skyfall (Roger Deakins)

Besta klipping

Argo (William Goldenberg)

Django Unchained (Fred Raskin)

Life Of Pi (Tim Squyres)

Skyfall (Stuart Baird)

Zero Dark Thirty (Dylan Tichenor, William Goldenberg)

Besta sviðshönnun

Anna Karenina (Sarah Greenwood)

Les Miserables (Eve Stewart, Anna Lynch-Robinson)

Life Of Pi (David Gropman, Anna Pinnock)

Lincoln (Rick Carter, Jim Erickson)

Skyfall (Dennis Gassner, Anna Pinnock)

Bestu búningar

Anna Karenina (Jaqueline Durran)

Great Expectations (Beatrix Aruna Pasztor)

Les Miserables (Paco Delgado)

Lincoln (Joanna Johnston)

Snow White And The Huntsman (Colleen Atwood)

Besta förðun og hárgreiðsla

Anna Karenina (Ivana Primorac)

Hitchcock (Julie Hewett, Martin Samuel, Howard Berger)

The Hobbit: An Unexpected Journey (Peter Swords King, Richard Taylor, Rick Findlater)

Les Miserables (Lisa Westcott)

Lincoln (Lois Burwell, Kay Georgiou)

Besta hljóð

Django Unchained

The Hobbit: An Unexpected Journey

Les Miserables

Life Of Pi

Skyfall

Bestu tæknibrellur

The Dark Knight Rises

The Hobbit: An Unexpected Journey

Life Of Pi

Marvel Avengers Assemble

Prometheus

Besta stutta teiknimynd

Here To Fall

I’m Fine Thanks

The Making Of Longbird

Besta stuttmynd

The Curse

Good Night

Swimmer

Tumult

The Voorman Problem

Efnilegasti leikarinn ( valinn af almenningi)

Elizabeth Olsen

Andrea Riseborough

Suraj Sharma

Juno Temple

Alicia Vikander