Fantastic Four í tökur 17. júní

Vefsíðan Production Weekly greinir frá því á Twitter síðu sinni að tökur á endurræsingu Marvel myndarinnar um Fantastic Four ofurhetjuteymið, muni hefjast eigi síðar en 17. júní nk.

Einnig er vinnuheiti myndarinnar gefið upp en það er Henry Street.

Myndinni verður leikstýrt af Josh Trank.

Það sem kemur á óvart er hversu stutt er í að þessar tökur hefjist þar sem engar fréttir hafa enn borist af ráðningu leikara í myndinni, auk þess sem enn eru tæp tvö ár þar til frumsýna á myndina, eða 6. mars 2015.