Fljúgðu til Middle-Earth

Það styttist í frumsýningu myndarinnar um Hobbitann, The Hobbit: An Unexpected Journey. Kitlur, stiklur og ýmiss konar kynningartengdir viðburðir fylgja aðdragandanum að frumsýningu svona stórmyndar, og Hobbitinn er þar engin undantekning.

Ef þú vissir það ekki nú þegar, þá veistu það núna eftir að hafa séð flugöryggismyndbandið hér að neðan, að Air New Zealand er opinbert flugfélag Middleearth, þar sem ævintýri Hobbitans gerast. Í myndbandinu koma við sögu dvergar, álfar, orkar, töframenn, og svo auðvitað Gollum og langafabörn sjálfs höfundar Hobbitans, J.R.R. Tolkien,  þeir Mike og Royd Tolkien.

 

The Hobbit er væntanleg í bíó um næstu jól.