Frábær byrjun hjá Fantastic Beasts and Where to Find Them

Newt Scamander og félagar í Fantastic Beasts and Where to Find Them komu sáu og sigruðu í íslenskum bíóhúsum um helgina, en myndin, sem er ný á lista, var sú lang-aðsóknarmesta með 12,5 milljónir króna í tekjur. Myndirnar í öðru og þriðja sæti, Arrival og Trolls, voru til samanburðar með um 2,1 milljón króna í tekjur hvor um sig.

fantastic-beasts

Fjórar nýjar myndir til viðbótar eru á íslenska bíóaðsóknarlistanum að þessu sinni. Beint í áttunda sætið fer Flöskuskeyti frá P, sem gerð er eftir glæpasögu Danans Jussi Adler-Olsen. Í þrettánda sætinu situr hrollvekjan Shut In með Naomi Watts í aðalhlutverkinu, tónlistarmyndin Gimme Danger fór beint í 15. sætið og 17. sætinu sitja Baskavígin. 

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoff boxoff2