Fréttaþulur með Parkinson snýr aftur

Michael J. Fox, sem þekktastur er fyrir leik sinn í Back to the Future myndunum þremur, verður aðalleikarinn í nýjum sjónvarpsþáttum á NBC sjónvarpsstöðinni bandarísku næsta haust. Þættirnir munu heita The Michael J. Fox Show.

Þættirnir eru eftir sama höfund og samdi þætti Courtney Cox, Cougar town, Sam Laybourne, en serían er ein af þremur nýjum gamanseríum sem frumsýndar verða á NBC næsta haust.

Sjáðu stiklu úr þættinum hér fyrir neðan:

Þættirnir fjalla um Mike Henry fyrrum vinsælan fréttaþul, sem þurfti að taka sér frí frá störfum til að vera með fjölskyldunni og einbeita sér að Parkinson sjúkdómnum sem hann var greindur með. Núna eru börnin hans vaxin úr grasi og hann vill snúa aftur til starfa, en þættirnir hefjast á þeim tímapunkti.

Ásamt Fox þá leika í þáttunum m.a. þau Wendell Pierce sem fyrrum yfirmaður Mike, Betsy Brandt leikur eiginkonu Mike.

Fréttaþulur með Parkinson snýr aftur

Michael J. Fox, sem þekktastur er fyrir leik sinn í Back to the Future myndunum þremur, verður aðalleikarinn í nýjum sjónvarpsþáttum á NBC sjónvarpsstöðinni bandarísku næsta haust. Þættirnir munu heita The Michael J. Fox Show.

Þættirnir eru eftir sama höfund og samdi þætti Courtney Cox, Cougar town, Sam Laybourne, en serían er ein af þremur nýjum gamanseríum sem frumsýndar verða á NBC næsta haust.

Sjáðu stiklu úr þættinum hér fyrir neðan:

Þættirnir fjalla um Mike Henry fyrrum vinsælan fréttaþul, sem þurfti að taka sér frí frá störfum til að vera með fjölskyldunni og einbeita sér að Parkinson sjúkdómnum sem hann var greindur með. Núna eru börnin hans vaxin úr grasi og hann vill snúa aftur til starfa, en þættirnir hefjast á þeim tímapunkti.

Ásamt Fox þá leika í þáttunum m.a. þau Wendell Pierce sem fyrrum yfirmaður Mike, Betsy Brandt leikur eiginkonu Mike.