Fréttir af framhaldsmynd 300

 Við greindum frá því fyrir nokkru síðan að framhaldsmynd myndarinnar 300 væri í bígerð, en 300 kom út í fyrra og þótti ein mesta testosterónsprauta síðasta árs, og má segja að hún hafi haldið þeim titli þangað til Rambo kom út.

Ekkert hefur verið gefið út varðandi söguþráð framhaldsmyndarinnar, en það eina sem við vitum er að myndin á að vera forleikur (e.prequel), sem þýðir að hún á að gerast á undan upprunalegu myndinni. Nú vitum við hins vegar að Frank Miller, sem skrifaði myndasöguna 300, ásamt því að hafa skrifað myndasöguna við Sin City, er að vinna við gerð myndasögunnar áður en handritið verður skrifað.

Zack Snyder á pottþétt eftir að leikstýra framhaldsmyndinni, en eins og flestir vita þá er næsta mynd hans Watchmen, sem verður stærsta ofurhetjumynd næsta árs. Ljóst er þó að enn er töluvert í land með þessa væntanlegu 300 framhaldsmynd.