Eins og Keanu Reeves segir gjarnan sjálfur: “Whoa!”
Tómas Valgeirsson skrifar: Gott og vel, þá er loksins hægt að fullyrða það að einkunnarorð leikarans Keanu Reeves eigi fullkomlega og endanlega rétt á sér. Sama í hvaða tónhæð eða með hvaða stafsetningu það er skrifað þá er svívirðilega erfitt að neita Reeves um það að með þessari tilteknu spennuseríu,… Lesa meira
Fréttir
Ofurhetjur holræsanna
Beint úr holræsum New York borgar koma fjórir skjaldbökubræður, tilbúnir að berjast gegn glæpum!
Skemmtileg ný stikla er komin út fyrir teiknimyndina um Ninja skjaldbökurnar úr holræsum New York borgar, Teenage Mutant Ninja Turtles: Mutant Mayhem. Til í tuskið. Kvikmyndin verður frumsýnd hér á Íslandi ellefta ágúst næstkomandi og með helstu hlutverk fara ekki ómerkari aðilar en Seth Rogen, unglingurinn eilífi eins og segir… Lesa meira
Leyniskyttan tekst á við öflugri óvini
Í fjórðu myndinni um leyniskyttuna John Wick sem leikin er af Keanu Reeves tekst söguhetjan á við hættulegustu andstæðinga sína til þessa.
Í fjórðu myndinni um leyniskyttuna John Wick sem leikin er af Keanu Reeves, og kemur í bíó í dag, tekst söguhetjan á við hættulegustu andstæðinga sína til þessa. Hann hefur fundið leið til að sigra háborðið, en áður en hann getur öðlast frelsi frá leynisamtökunum sem hann tilheyrir þarf hann… Lesa meira
Ingvar mætti í Bíóbæ – sjáðu nýjasta þáttinn!
Stórleikarinn Ingvar E. Sigurðsson mætti í viðtal í Bíóbæ. Einnig er Óskarinn ræddur og Shazam! Fury of the Gods.
Í nýjasta þætti kvikmyndaþáttarins Bíóbæjar, sem sýndur er vikulega á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, er farið yfir nýjustu ofurhetjumyndina sem er búið að henda í ruslið af DC; Shazam: Fury of the Gods. [movie id=14162] Þá eru nýafstaðin Óskarsverðlaun 2023 rædd í þaula en Árni Gestur klæddi sig sérstaklega upp fyrir þau!… Lesa meira
Ofurhetja beint á toppinn
Shazam! Fury of the Gods heillaði bíógesti um síðustu helgi og fór beint á toppinn!
Skemmtilega ofurhetjan Shazam í kvikmyndinni Shazam! Fury of the Gods gerði sér lítið fyrir og ruddi toppmynd síðustu viku, hrollvekjunni Scream 6, niður í annað sæti íslenska bíóaðsóknarlistans á sinni fyrstu viku á lista. Shazam! Fury of the Gods situr því á toppi listans með tæplega fjórar milljónir króna í… Lesa meira
Sigurmynd Óskarsins sýnd aftur í AXL
Síðasta tækifærið til að sjá myndina á einu stærsta tjaldi landsins. Í kvöld.
Kvikmyndin Everything Everywhere Alll At Once (e. EEAAO) hlaut á dögunum sjö Óskarsverðlaun, meðal annars í flokki bestu kvikmyndar, bestu leikstjórnar og fyrir bestu klippingu. Í tilefni þess mun verður haldin sérstök sýning á myndinni í kvöld (20. mars), í AXL-sal Laugarásbíós kl. 21:00. Myndin var sýnd í fáum kvikmyndahúsum… Lesa meira
Fastur á miðlífsöld í 65 – heillaður af heimunum
Adam Driver brotlendir á miðlífsöld og þarf að takast á við risaeðlur meðal annars!
Adam Driver, aðalleikari vísindatryllisins 65 sem komin er í bíó segir í samtali við vefsíðuna Looper, spurður að því hvað heilli hann við vísindaskáldsögur, eins og 65 og Star Wars: The Force Awakens frá árinu 2015 þar sem hann fer með hlutverk Kylo Ren, sonar Hans Óla og Lilju prinsessu,… Lesa meira
Ofurhetjurnar snúa loks aftur
Í kvikmyndinni Shazam! Fury of the Gods heldur saga táningsins Billy Batson áfram.
Í kvikmyndinni Shazam! Fury of the Gods, sem frumsýnd verður í Sambíóunum, Smárabíói og Laugarásbíói í dag, heldur saga táningsins Billy Batson áfram. Myndin er framhald af kvikmyndinni Shazam! sem kom út árið 2010. [movie id=14162] Hér snýr Asher Angel aftur í hlutverki Billy Batson og Zachary Levi snýr aftur… Lesa meira
Cruise í lausu lofti á fyrsta plakati fyrir Mission: Impossible – Dead Reckoning Part One
Fyrsta plakatið fyrir sjöundu Mission: Impossible myndina, Mission: Impossible - Dead Reckoning Part One, var að detta í hús.
Fyrsta plakatið fyrir sjöundu Mission: Impossible myndina, Mission: Impossible - Dead Reckoning Part One, var að detta í hús. Á plakatinu sjáum við Tom Cruise, aðalleikara, svífa í lausu lofti eftir að hafa farið fram af bjargbrún á mótorhjóli. Í myndbandi fyrir neðan plakatið má sjá tökur atriðisins. Með helstu… Lesa meira
Öskrandi góður árangur
Hrollvekjan Scream 6 hefur tekið öll völd á íslenska bíóaðsóknarlistanum á sinni fyrstu viku á lista!
Sjötta Scream myndin gerði sér lítið fyrir, ný í bíó, og sló sjálfan hnefaleikamanninn Adonis Creed í kvikmyndinni Creed 3 af toppi íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi. 2.150 manns mættu í bíó til að láta hræða úr sér líftóruna og tekjur voru rúmar fjórar milljónir króna. Skelfilegur morðingi í Scream,… Lesa meira
Þetta eru sigurvegararnir á Óskarnum 2023
Fjörug herlegheit að baki. Sjáðu heildarlista sigurvegara.
Óskarsverðlaunahátíðin fóru fram í nótt (á íslenskum tíma) í 95. sinn, í Dolby Theatre í Los Angeles í Bandaríkjunum og eru sigurvegarar kvöldsins í brennidepli víða. Kryddblöndumyndin Everything Everywhere All At Once stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins, líkt og flestir höfðu spáð, með sjö Óskarsstyttur af ellefu tilnefningum. Næstsigursælust var… Lesa meira
Topp tíu kuldamyndirnar
Frostið og veturinn gefa engin grið á Íslandi um þessar mundir. Hér eru nokkrar myndir um frost og kulda!
Nú er frost á fróni frýs í æðum blóð. Svo virðist sem veturinn ætli aldrei að fara og vilji frysta í okkur hvert bein og hverja frumu. Af því tilefni er hér listi yfir tíu bestu myndirnar sem gerast í frostjökulkulda við erfiðar aðstæður: [movie id=9996] [movie id=1295] [movie id=725]… Lesa meira
Kvikmyndagetraun
Taktu þátt í skemmtilegri kvikmyndagetraun Bíóbæjar og kvikmyndir.is í samstarfi við Bíó Paradís.
Taktu þátt í skemmtilegri kvikmyndagetraun Bíóbæjar og kvikmyndir.is í samstarfi við Bíó paradís. Í boði eru sex miðar í bíó í Bíó Paradís, popp & gos. Hér fyrir neðan eru nokkrar laufléttar spurningar í boði þáttarstjórnanda kvikmyndaþáttarins Bíóbæjar sem sýndur er alla miðvikudaga á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Góða skemmtun og gangi… Lesa meira
Scream persónur brýna kutana
Sjáðu allar helstu persónur Scream 6 með hnífana á lofti!
Hrollvekjan Scream 6 kemur í bíó núna á föstudaginn og í tilefni af því birtum við hér persónuplaköt fyrir alla helstu leikara kvikmyndarinnar og stiklu þar að auki. Ghostface í góðum gír. Scream myndirnar hófu göngu sína árið 1996 og er flokkurinn því orðinn nærri þrjátíu ára gamall. Að auki… Lesa meira
Barðist alla leið á toppinn
Þjóðin elskar hnefaleika og drama eins og sjá má af góðri aðsókn að Creed 3!
Baráttan um toppsætið á íslenska bíóaðsóknarlistanum um síðustu helgi endaði á þann veg að hnefaleikamyndin Creed 3 vann og tók toppsætið af Marvel myndinni Ant-Man and the Wasp: Quantumania. Bræður munu berjast. Tekjur Creed 3 voru 4,5 milljónir og áhorfendur 2.300 talsins. [movie id=14488] Ástríkur sjöundi Þrjár nýjar myndir til… Lesa meira
Tæki og tól leiða mann í gegnum söguna
Missing er sjálfstætt framhald Searching og Run.
Spennutryllirinn og ráðgátan Missing, sem kom í bíó um helgina, er framhald fyrstu tveggja kvikmynda leikstjórans Aneesh Chaganty, Searching, frá árinu 2018 og Run frá árinu 2020. [movie id=15975] Í Missing má sjá ýmsar tilvísanir í þessar myndir. Í gulum vestum. Missing gerist í Los Angeles sumarið 2022. Mörgum árum… Lesa meira
Frelsun keisaraynjunnar í Kína
Ástríkur og Steinríkur: Miðríkið, sem kom í bíó nú um helgina, er sú fimmta í röðinni í leiknu kvikmyndaseríunni um þá félaga.
Ástríkur og Steinríkur: Miðríkið, sem kom í bíó nú um helgina, er sú fimmta í röðinni í leiknu kvikmyndaseríunni um þá félaga. Áður hafa komið út Ástríkur og Steinríkur: Gegn Sesari (1999), Ástríkur og Kleópatra (2002), Ástríkur á Ólympíuleikunum (2008) og Ástríkur og Steinríkur: Guð blessi Bretland (2012). Fræknir kappar… Lesa meira
Átök innan hrings og utan
Hér er á ferðinni þriðja myndin um hnefaleikakappann Adonis Creed en myndin er frumraun aðalleikarans, Michael B. Jordan, í leikstjórasætinu.
Myndin sem margir hafa beðið eftir, Creed 3, er komin í bíó. Hún er nýjasta myndin í Rocky seríunni sem hófst fyrir 47 árum með Óskarsverðlaunamyndinni Rocky eftir Sylvester Stallone. [movie id=594] Frumraun Jordan Hér er á ferðinni þriðja myndin um hnefaleikakappann Adonis Creed en myndin er frumraun aðalleikarans, Michael… Lesa meira
Martröðin á bakvið tjöld Justice League
Í nýjum þætti Poppkasts bíóhlaðvarps ígrunda þáttastjórnendur muninn á tveimur gerólíkum útgáfum einnar stórmyndar.
Framleiðslusaga stærstu og tvímælalaust dýrustu ofurhetjumyndar DC til þessa var aldeilis þyrnum stráð, svo vægt sé til orða tekið. Árið 2017 kom úr mynd sem ber nafnið Justice League. Leikstjórinn Zack Snyder hafði tekið við DC línunni og verið að gera sitt með þann heim. Þegar hann þurfti svo að… Lesa meira
Mauramaður vinsælastur og Villibráð yfir 100 milljónir
Ant-Man and the Wasp: Quantumania heldur sæti sínu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð.
Ant-Man and the Wasp: Quantumania heldur sæti sínu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð. Tekjur myndarinnar um síðustu helgi námu 4,5 milljónum króna og gestir voru um 2.500 talsins. Mauramaðurinn og félagar. Staða mynda í öðru og þriðja sæti er einnig sú sama og fyrir viku síðan. Napóleonsskjölin… Lesa meira
Þekkir þú titlana og frasana?
Gætir þú giskað á réttu bíómyndina út frá slagorðum (e. tagline) hennar?
Manst þú ekki eftir hasarmyndinni Tveir á toppnum? Unglingamyndinni Trufluð tilvera eða Fjandakorninu? Hvað með Bekkjarfélagið? En gætir þú giskað á réttu bíómyndina út frá slagorðum (e. tagline) hennar? Í nýjum þætti Poppkasts með Nönnu Guðlaugardóttur og Tómasi Valgeirs er farið yfir víðan sarp af stórum og misfrægum orðum með eldhressum… Lesa meira
Fyrstu fimm á Stockfish – hjartnæmar, fallegar, gamansamar og djúpar
Stockfish hefur nú opinberað fyrstu fimm af þeim kvikmyndum sem sýndar verða á hátíðinni.
Stockfish, kvikmynda- og bransahátíðin sem haldin verður í Bíó Paradís dagana 23. mars – 2. apríl, hefur nú opinberað fyrstu fimm af þeim kvikmyndum sem sýndar verða á hátíðinni. Í tilkynningu frá Bíó Paradís segir að kvikmyndirnar séu fjölbreyttar, sumar hjartnæmar og fallegar, aðrar gamansamar eða á dýptina og enn… Lesa meira
Leitaði í æsku sína
Á ferð með mömmu er komin í bíó, en þar ekur aðalpersónan um landið með látna móður sína.
Nú um helgina var ný íslensk kvikmynd frumsýnd, mynd Hilmars Oddssonar, Á ferð með Mömmu.Þetta er fyrsta mynd Hilmars síðan hann gerði jólamyndina Desember sem frumsýnd var árið 2009. [movie id=4192] Feðginin saman á ferð. [movie id=15003] Í samtal við Morgunblaðið, um afhverju svo langt hefur liðið á milli mynda… Lesa meira
Svartbjörn á kókaíni
Björn étur kókaín sem fellur úr flugvél. Hann tryllist og verður morðóður!
Hugmyndin að myndinni Cocaine Bear, sem kemur í bíó í dag, er sótt í raunverulega atburði sem áttu sér stað árið 1985 þegar svartbjörn komst í kókaín sem var varpað út úr flugvél eiturlyfjasmyglara og át stóran strigapoka fullan af eiturlyfinu og dó. Bjössi gerir sig líklegan til að éta… Lesa meira
Er Tom Hanks nógu fúllyndur? Nýr þáttur af Bíóbæ
Bíóbær tekur fyrir Ant-Man and the Wasp: Quantumania, 100% úlfur og A Man Called Otto!
Í nýjasta þætti kvikmyndaþáttarins Bíóbæjar, sem sýndur er vikulega á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, er rætt um nýjustu Marvel myndina Ant-Man and the Wasp: Quantumania þar sem annar þáttastjórnandi, Árni Gestur, veður í stefnu Marvels "að tala af sér". Einnig skilur hann ekki krafta Ant-Man þrátt fyrir tilraunir hins stjórnandans, Gunnars Antons,… Lesa meira
Mauramaðurinn vinsælastur á Íslandi
Marvel ofurhetjumyndin Ant-Man and the Wasp: Quantumania kom sá og sigraði á íslenska bíóaðsóknarlistanum um helgina!
Ant-Man and the Wasp: Quantumania, eða Mauramaðurinn og Vespan: Skammtaæðið í lauslegri íslenskri snörun, kom sá og sigraði á íslenska bíóaðsóknarlistanum um helgina og sló við toppmynd síðustu viku, Napóleonsskjölunum, eftir Óskar Þór Axelsson. [movie id=14193] Mauramaðurinn er ný á lista ásamt 100% Úlfur og A Man Called Otto sem… Lesa meira
Stundum þarf bara að finna rétta lykilinn
Otto í kvikmyndinni A Man Called Otto, sem komin er í bíó, er úrillasti maður í heimi. Hann er svo fúllyndur að fýluna leggur af honum langar leiðir.
Otto í kvikmyndinni A Man Called Otto, sem komin er í bíó, er úrillasti maður í heimi. Hann er svo fúllyndur að fýluna leggur af honum langar leiðir. Eftir að hann missir konuna sína hefur lífið ekkert til að bjóða honum upp á lengur og hann vill enda þetta allt… Lesa meira
Spenna og sjónræn veisla
Ofurhetjurnar og félagarnir Scott Lang og Hope van Dyne snúa aftur og halda áfram ævintýrum sínum sem Ant Man og the Wasp í Ant-Man and The Wasp: Quantumania.
Ofurhetjurnar og félagarnir Scott Lang og Hope van Dyne snúa aftur og halda áfram ævintýrum sínum sem Ant Man og the Wasp í Ant-Man and The Wasp: Quantumania sem kemur í bíó í dag, föstudaginn 17. febrúar. [movie id=14193] Ásamt foreldrum Hope, Janet van Dyne og Hank Pym, og Cassie,… Lesa meira
Sáu 72 kvikmyndir í bíó á einu ári – Topplisti
Vinirnir Gabbi og Guðjón fara í bíó saman á hverjum einasta sunnudegi.
Guðjón Ingi Sigurðsson og Gabríel Daði Vignisson, Gabbi, fara oftar í bíó en meðalmaðurinn. Um hverja helgi fara þeir í svokallað „Sunnudagsbíó“. Undirbúningurinn hefst yfirleitt í miðri viku þegar sýningartímarnir á kvikmyndir.is eru grandskoðaðir. „Við Gabbi kynntust árið 2016 í gegnum sameiginlega vini. Árið 2017 byrjuðum við á þessum bíóferðum.… Lesa meira
Napóleonsskjölin áfram í toppstöðu
Napóleonsskjölin halda stöðu sinni á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans.
Íslenska spennumyndin Napóleonsskjölin, sem gerð er eftir samnefndri sögu Arnaldar Indriðasonar, heldur sæti sínu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð. Tekjur af sýningu myndarinnar námu 8,3 milljónum króna um síðustu helgi og eru heildartekjur nú orðnar rúmar 28 milljónir króna. Tekjur myndarinnar í öðru sæti, Villibráðar, voru 5,2… Lesa meira