Fullt af RIFF ördómum!

Riff er lokið og nú er komið að uppgjörinu. Ég var þegar búinn að skrifa stutta dóma um níu myndir sem ég sá á hátíðinni, og hér er restin! Ég var persónulega mjög ánægður með hátíðina þetta árið, lenti ekki í miklu veseni eða örtröð, og var nokkuð heppinn að komast inn á flestar þær myndir sem ég vildi sjá. Maður er þó alltaf dálítið uppgefinn þegar kemur að leikslokum.

Kallinn í tunglinu – Mondman
Lítil skrýtin teiknimynd byggð á einfaldri barnabók, sem er víst álitin klassísk í mið-Evrópu. Myndin er gerð fyrir lítinn pening, og það sést, en sjarminn sem fylgir handteiknuðum heiminum bætir upp fyrir það. Húmorinn í myndinni er einnig að mestu leyti sjónrænn, og virkar myndin best á því stigi. Persónurnar eru líka margar hverjar skemmtilegar, og uppúr standa valdagráðugur forseti jarðarinnar sem getur ekki hætt að vinna undir sig lönd, og stefnir því á tunglið, og gleymni vísindamaðurinn sem fann upp allt. Maður finnur þó alveg fyrir því að verið er að teygja mjög einfalda sögu upp í fulla lengd, og myndin hefði getað verið örlítið markvissari. Axel kíkti líka á þessa.
Trivia: komst að því á imdb að það hefur verið gerð leikin stuttmynd eftir sömu sögu. Áhugavert.

 

Suspiria (1977)
Hvernig dæmir maður klassík? Allavega ekki í einni svona lítilli málsgrein. Minni upplifun af myndinni get ég þó deilt, og hún var góð. Ég vissi lítið annað en að myndin væri hluti af þríleiks Dario Argento um mæðurnar þrjár, og að sennilega væri þetta virtasta mynd hans. Af öllum undirgreinum kvikmyndanna er ég líklega almennt minnst fyrir hryllingsmyndir. Það kom þó ekki að sök þetta kvöld. Suspiria er upplifun út af fyrir sig, og stígur langt út fyrir takmarkanir slashermyndanna sem seinna komu. Minimalískur söguþráður sem gengur samt upp, lýsingin, brjáluð litanotkunin, tónlistin, ofleikurinn, og eftirá döbbað talið, setur allt saman einhverja dularfulla og magnþrungna stemningu sem að gerir myndina að meistaraverki. Virkilega gaman að sjá Argento eftirá líka, þar sem hann deildi einni sögu með áhorfendum sem hann sagðist aldrei hafa sagt neinum áður. Lesið líka það sem Inga skrifaði um myndina.
Trivia: Það stendur til að endurgera Suspira. Slæm hugmynd.

Indie Game: The Movie
Ég er sennilega frávik í minni kynslóð að því leyti að ég spila ekki tölvuleiki. Ekki að ég sé mótfallinn því að eyða frítíma í að sitja og stara á skjái, heldur voru þeir bara aldrei fyrir mig. Þess vegna held ég að það sé ennþá meira hrós þegar ég segi að þetta var ein af betri myndum hátíðarinnar. Myndin fylgir þremur sjálfstæðum leikjum á ýmsum stigum sköpunarferlisins en er í stærra samhengi endurspeglun á staðfastri þjáningu listamannsins og ávöxtun sköpunar hans. Ef ég byrja einhvern tímann að spila tölvuleiki, verða þeir vonandi heimagerðar ástarafurðir í stað þess að vera söluvörur sálarlausra stórfyrirtækja.

Trivia: Roger Ebert, sem frægur er fyrir þá skoðun sína að tölvuleikir geti aldrei talist list gaf myndinni ekki dóm sjálfur , en sagði á facebook síðu sinni að hún væri „fascinating“.

Inferno (1980)
Önnur myndin í fyrrnefndum mæðraþríleik Dario Argento. Dulúðugt andrúmsloftið svífur enn yfir (og undir) vötnum í þessu (mjög) óbeina framhaldi Suspiria. Myndatakan og lýsingin er jafn falleg, tónlistin góð blanda af klassík og þungarokki, og inn á milli koma draumkennd atriði og virkilega óhugguleg augnablik sem gera myndina spennandi. Söguþráðurinn er þó ekki eins grípandi og markviss, heldur eyðir meiri tíma í að flækjast fyrir. Maður verður örlítið þreyttur á að kynnast sífellt nýjum persónum sem maður veit að eru að fara að deyja von bráðar. En það er svo sem vandamál sem margar hryllingsmyndir búa yfir. Þó að hún standi í skugga forvera síns stendur hún samt hátt uppúr meðalmoðinu.
Trivia:  Myndin var fórnarlamb stjórnarskipta hjá Fox, og var ekki sett í bíó fyrr en 1986, og þá bara í eina viku.

Dagskíma – Der Glanz des Tages
Ekki léleg kvikmynd, og að mörgu leyti áhugaverð. Gerði samt lítið fyrir mig. Fjallar um upptekinn austurrískan sviðsleikara sem flakkar á milli Vínar og Hamborgar, og heldur uppi allt að 10 hlutverkum í einu í sitthvorum leikritunum. Nýfundinn föðurbróðir hans blandast í málið, fyrrverandi sirkuslistamaður sem er að leita eftir nýju sambandi við fjölskyldu sína. Gamli maðurinn fer svo að passa börn nágranna leikarans, innflytjanda frá Albaníu sem kemur ekki konunni sinni til Austurríkis vegna innflytjendalaga. Lítið sem ekkert „plott“ er til staðar heldur eiga samskipti persónanna að halda myndinni uppi. Þrátt fyrir ágætis leikframmistöður komst ég því miður ekki svo nálægt persónunum að mér hætti að vera nokkuð sama um þær, þannig að fyrir mig féll myndin flöt.
Trivia: Önnur af tveim austurrískum myndum sem fjalla um landamæravandræði sem ég fór á!

Crossing Boundaries
Ástarþríhyrningur sem gerist árið 2001 við landamæri Austurríkis og Slóvakíu. Þrátt fyrir fall Járntjaldsins gætir herinn enn landamæranna austurríkismegin. Ungur strákur frá Vín sem gegnir herskyldu sinni í eftirlitsturni á svæðinu fer að venja komur sínar á afskekkt kaffihús. Það rekur maður sem er fæddur og uppalinn á svæðinu ásamt konu sinni sem er að handan landamæranna. Yfirmaður stráksins segir honum að vingast enn frekar við hjónin til þess að afla sér vísbendinga um hvort þau smygli fólki ólöglega yfir landamærin. Eiginmaðurinn segir konu sinni að táldraga strákinn til þess að leiða hann af sporinu. Þrátt fyrir hægan stíganda er myndin áhugaverð karakterstúdía þar sem ekkert er svart og hvítt.
Trivia: Það voru sorglega fáir á áhugaverðri Q&A sýningu í Sal 2 í Háskólabíói. Alltaf leiðinlegt þegar það gerist.

Nágrannar guðs – God’s Neighbors
Avi er að mörgu leyti ósköp venjulegur tuttugu-og-eitthvað ára strákur. Hann hefur sjarmerandi nærveru, reykir dóp og spilar með vinum sínum á kvöldin á milli þess sem hann mixar danstónlist í tölvunni heima hjá sér og hjálpar til í búð pabba síns. En Avi og vinir hans eru reyndar líka gengi ungra ofsatrúarmanna, sem halda hverfi sínu í borginu Bat Yam í Ísrael í ógnargreipum ofbeldis. Þegar þeir eru ekki í helgiathöfnum eða að fara með bænir, ganga þeir í skrokk á hverjum þeim sem virðir ekki hverfið og brýtur lögmál guðs. Þegar Avi verður hrifinn af Miri, frjálslyndri stelpu sem hann og vinir hans hótuðu fyrir að klæða sig druslulega, lendir hann í tilvistarkreppu. Hvort vill guð að Avi sé hamingjusamur, eða haldi áfram að lemja alla sem brjóta reglur hans? Móralska dilemman gekk aldrei alveg upp fyrir mig. Þó að Roy Assaf sýni gríðarlega sterkan leik í aðalhlutverkinu fann myndin aldrei alveg þann tón sem hún leitaði að.
Trivia: Myndin fékk kvikmyndaverðlaun kirkjunnar þetta árið, sem veitt eru úr flokknum Vitranir.

Freddie Mercury: The Great Pretender
Áhugaverð heimildamynd um eina skærustu rokkstjörnu áttunda og níunda áratugarins. Mercury var sérstakur persónuleiki, feiminn og hlédrægur utan sviðs, en ýktasti persónuleiki sem hugsast getur á því. Hans óþjálfaða rödd var einstök viðbót við rokksöguna, en hann var einstakur aðdáandi annara listforma á borð við ballets og óperu. Hann lifði hátt eins og engar væru afleiðingarnar, og dó fyrir aldur fram vegna eyðni. Þrátt fyrir að sýna skemmtileg og sjaldséð viðtöl við goðsögnina ásamt efni úr einkalífi hans, segir myndin í rauninni lítið nýtt, jafnvel fyrir þá sem þekkja sögu Mercury ekkert sérstaklega vel, eins og mig. Rétt aðeins er minnst á uppvaxtarár hans á Sansibar og Indlandi og asískan uppruna hans, og ansi hratt farið yfir tónlistarsöguna með Queen, sem sennilega má skýra með annarri heimildamynd frá sama teymi sem fjallaði um hljómsveitina. Myndin hefur svolítinn svona DVD „gerð myndarinnar“ blæ yfir sér, og það kom mér ekki á óvart að myndin verður einmitt gefin út sem aukaefni með nýjustu útgáfu plötunnar Barcelona.
Trivia: Verið er að vinna að leikinni mynd um kappann. Sacha Baron Cohen mun eiga að fara með aðalhlutverkið.

Beasts of the Southern Wild – Skepnur suðursins villta
Handhafi Gyllta Lundans þetta árið er þessi bandaríska framtíðarfantasía. Myndin skartar 6 ára gamalli stúlku í aðalhlutverki og bakaríseiganda í stuðningshlutverki sem föður hennar. Þau eru nú bæði talin líkleg til þess að vinna Óskarsverðlaun. Þrátt fyrir að vera fantasía er myndin einmitt mjög raunsæ túlkun á mögulegri framtíð, þar sem  loftslagsbreytingar hafa valdið hækkun sjávarmáls sem setur byggðirnar í kringum New Orleans í hættu. Stjórnvöld áætla að rýma „baðkarið“, svæðið sem að Hushpuppy og pabbi hennar Wink búa á, en þrátt fyrir gríðarlega erfiðar aðstæður hafa búar þess sko lítinn áhuga á því að láta reka sig í burtu. Wink er dauðvona alkóhólisti og ofbeldismaður, en þykir samt ofboðslega vænt um dóttur sína og reynir í einlægni að gera hana tilbúna til þess að takast á við framtíðina. Allt þetta sjáum við í gegn um töfra-raunsætt sjónarhorn sex ára barns, sem leitar móður sinnar sem „synti í burtu“ og hittir kannski eða kannski ekki furðuverur sem vaknað hafa til lífs. Heillandi mynd, þó deila megi um pólitískar afleiðingar hennar. Vill fólk í þróunarlöndum t.d. ekki yfirleitt þiggja heilbrigðisþjónustuef slíkt er í boði?

Trivia: Quvenzhané Wallis, hin unga aðalleikkona myndarinnar, laug til um aldur við áheyrnarprufur myndarinnar. Leitað var eftir 6-9 ára stelpum, hún var 5 ára.

Ég þarf varla að taka fram að þrátt fyrir að hafa náð að sjá þessar 18 myndir, og valið þær nokkuð vel, var fullt sem ég sé eftir að hafa misst af. Þar ber hæst Startlet sem fékk blaðamannaverðlaun Fipresci, og Jagten sem var lokamynd hátíðarinnar. Og auðvitað fullt fleira. Þá ætlaði ég alltaf að sjá Dracula 3D en það gerðist ekki.  Hvað sáuð þið?

Alla umfjöllun okkar um hátíðina má finna hér .

Fullt af RIFF ördómum!

 

Riff er lokið, nú er komið að uppgjörinu. Ég var þegar búinn að skrifa greinar um níu myndir sem ég sá á hátíðinni, og hér er restin! Ég var persónulega mjög ánægður með hátíðina þetta árið, lenti ekki í miklu veseni eða örtröðum, og var nokkuð heppinn að komast inn á flestar þær myndir sem ég vildi sjá. Maður er þó alltaf dálítið uppgefinn þegar kemur að leikslokum.

Kallinn í tunglinu – Mondman
Lítil skrýtin teiknimynd byggð á einfaldri barnabók, sem er víst álitin klassísk í mið-Evrópu. Myndin er gerð fyrir lítinn pening, og það sést, en sjarminn sem fylgir handteiknuðum heiminum bætir upp fyrir það. Húmorinn í myndinni er einnig að mestu leyti sjónrænn, og virkar myndin best á því stigi. Persónurnar eru líka margar hverjar skemmtilegar, og uppúr standa valdagráðugur forseti jarðarinnar sem getur ekki hætt að vinna undir sig lönd, og stefnir því á tunglið, og gleymni vísindamaðurinn sem fann upp allt. Maður finnur þó alveg fyrir því að verið er að teygja mjög einfalda sögu upp í fulla lengd, og myndin hefði getað verið örlítið markvissari. Axel kíkti líka á þessa.
Trivia: komst að því á imdb að það hefur verið gerð leikin stuttmynd eftir sömu sögu. Áhugavert.

Suspiria (1977)
Hvernig dæmir maður klassík? Allavega ekki í einni svona lítilli málsgrein. Minni upplifun af myndinni get ég þó deilt, og hún var góð. Ég vissi lítið annað en að myndin væri hluti af þríleiks Dario Argento um mæðurnar þrjár, og að sennilega væri þetta virtasta mynd hans. Af öllum undirgreinum kvikmyndanna er ég líklega almennt minnst fyrir hryllingsmyndir. Það kom þó ekki að sök þetta kvöld. Suspiria er upplifun út af fyrir sig, og stígur langt út fyrir takmarkanir slashermyndanna sem seinna komu. Minimalískur söguþráður sem gengur samt upp, lýsingin, brjáluð litanotkunin, tónlistin, ofleikurinn, og eftirá döbbað talið, setur allt saman einhverja dularfulla og magnþrungna stemningu sem að gerir myndina að meistaraverki. Virkilega gaman að sjá Argento eftirá líka, þar sem hann deildi einni sögu með áhorfendum sem hann sagðist aldrei hafa sagt neinum áður. Lesið líka það sem Inga skrifaði um myndina.
Trivia: Það stendur til að endurgera Suspira. Slæm hugmynd.

Indie Game: The Movie
Ég er sennilega frávik í minni kynslóð að því leyti að ég spila ekki tölvuleiki. Ekki að ég sé mótfallinn því að eyða frítíma í að sitja og stara á skjái, heldur voru þeir bara aldrei fyrir mig. Þess vegna held ég að það sé ennþá meira hrós þegar ég segi að þetta var ein af betri myndum hátíðarinnar. Myndin fylgir þremur sjálfstæðum leikjum á ýmsum stigum sköpunarferlisins en er í stærra samhengi endurspeglun á staðfastri þjáningu listamannsins og ávöxtun sköpunar hans. Ef ég byrja einhverntíman að spila tölvuleiki, verða þeir vonandi heimagerðar ástarafurðir í stað þess að vera söluvörur sálarlausra stórfyrirtækja.

Trivia: Roger Ebert, sem frægur er fyrir þá skoðun sína að tölvuleikir geti aldrei talist list gaf myndinni ekki dóm sjálfur , en sagði á facebook síðu sinni að hún væri „fascinating“.

Inferno (1980)
Önnur myndin í fyrrnefndum mæðraþríleik Dario Argento. Dulúðugt andrúmsloftið svífur enn yfir (og undir) vötnum í þessu (mjög) óbeina framhaldi Suspiria. Myndatakan og lýsingin er jafn falleg, tónlistin góð blanda af klassík og þungarokki, og inn á milli koma draumkennd atriði og virkilega óhugguleg augnablik sem gera myndina spennandi. Söguþráðurinn er þó ekki eins grípandi og markviss, heldur eyðir meiri tíma í að flækjast fyrir. Maður verður örlítið þreyttur á að kynnast sífellt nýjum persónum sem maður veit að eru að fara að deyja von bráðar. En það er svo sem vandamál sem margar hryllingsmyndir búa yfir. Þó að hún standi í skugga forvera síns stendur hún samt hátt uppúr meðalmoðinu.
Trivia:  Myndin var fórnarlamb stjórnarskipta hjá Fox, og var ekki sett í bíó fyrr en 1986, og þá bara í eina viku.

Dagskíma – Der Glanz des Tages
Ekki léleg kvikmynd, og að mörgu leyti áhugaverð. Gerði samt lítið fyrir mig. Fjallar um upptekinn austurrískan sviðsleikara sem flakkar á milli Vínar og Hamborgar, og heldur uppi allt að 10 hlutverkum í einu í sitthvorum leikritunum. Nýfundinn föðurbróðir hans blandast í málið, fyrrverandi sirkuslistamaður sem er að leita eftir nýju sambandi við fjölskyldu sína. Gamli maðurinn fer svo að passa börn nágranna leikarans, innflytjanda frá Albaníu sem kemur ekki konunni sinni til Austurríkis vegna innflytjendalaga. Lítið sem ekkert „plott“ er til staðar heldur eiga samskipti persónanna að halda myndinni uppi. Þrátt fyrir ágætis leikframmistöður komst ég því miður ekki svo nálægt persónunum að mér hætti að vera nokkuð sama um þær, þannig að fyrir mig féll myndin flöt.
Trivia: Önnur af tveim austurrískum myndum sem fjalla um landamæravandræði sem ég fór á!

Crossing Boundaries
Ástarþríhyrningur sem gerist árið 2001 við landamæri Austurríkis og Slóvakíu. Þrátt fyrir fall Járntjaldsins gætir herinn enn landamæranna austurríkismegin. Ungur strákur frá Vín sem gegnir herskyldu sinni í eftirlitsturni á svæðinu fer að venja komur sínar á afskekkt kaffihús. Það rekur maður sem er fæddur og uppalinn á svæðinu ásamt konu sinni sem er að handan landamæranna. Yfirmaður stráksins segir honum að vingast enn frekar við hjónin til þess að afla sér vísbendinga um hvort þau smygli fólki ólöglega yfir landamærin. Eiginmaðurinn segir konu sinni að táldraga strákinn til þess að leiða hann af sporinu. Þrátt fyrir hægan stíganda er myndin áhugaverð karakterstúdía þar sem ekkert er svart og hvítt.
Trivia: Það voru sorglega fáir á áhugaverðri Q&A sýningu í Sal 2 í Háskólabíói. Alltaf leiðinlegt þegar það gerist.

Nágrannar guðs – God’s Neighbors
Avi er að mörgu leyti ósköp venjulegur tuttugu-og-eitthvað ára strákur. Hann hefur sjarmerandi nærveru, reykir dóp og spilar með vinum sínum á kvöldin á milli þess sem hann mixar danstónlist í tölvunni heima hjá sér og hjálpar til í búð pabba síns. En Avi og vinir hans eru reyndar líka gengi ungra ofsatrúarmanna, sem halda hverfi sínu í borginu Bat Yam í Ísrael í ógnargreipum ofbeldis. Þegar þeir eru ekki í helgiathöfnum eða að fara með bænir, ganga þeir í skrokk á hverjum þeim sem virðir ekki hverfið og brýtur lögmál guðs. Þegar Avi verður hrifinn af Miri, frjálslyndri stelpu sem hann og vinir hans hótuðu fyrir að klæða sig druslulega, lendir hann í tilvistarkreppu. Hvort vill guð að Avi sé hamingjusamur, eða haldi áfram að lemja alla sem brjóta reglur hans? Móralska dilemman gekk aldrei alveg upp fyrir mig. Þó að Roy Assaf sýni gríðarlega sterkan leik í aðalhlutverkinu fann myndin aldrei alveg þann tón sem hún leitaði að.
Trivia: Myndin fékk kvikmyndaverðlaun kirkjunnar þetta árið, sem veitt eru úr flokknum Vitranir.

Freddie Mercury: The Great Pretender
Áhugaverð heimildamynd um eina skærustu rokkstjörnu áttunda og níunda áratugarins. Mercury var sérstakur persónuleiki, feiminn og hlédrægur utan sviðs, en ýktasti persónuleiki sem hugsast getur á því. Hans óþjálfaða rödd var einstök viðbót við rokksöguna, en hann var einstakur aðdáandi annara listforma á borð við ballets og óperu. Hann lifði hátt eins og engar væru afleiðingarnar, og dó fyrir aldur fram vegna eyðni. Þrátt fyrir að sýna skemmtileg og sjaldséð viðtöl við goðsögnina ásamt efni úr einkalífi hans, segir myndin í rauninni lítið nýtt, jafnvel fyrir þá sem þekkja sögu Mercury ekkert sérstaklega vel, eins og mig. Rétt aðeins er minnst á uppvaxtarár hans á Sansibar og Indlandi og asískan uppruna hans, og ansi hratt farið yfir tónlistarsöguna með Queen, sem sennilega má skýra með annarri heimildamynd frá sama teymi sem fjallaði um hljómsveitina. Myndin hefur svolítinn svona DVD „gerð myndarinnar“ blæ yfir sér, og það kom mér ekki á óvart að myndin verður einmitt gefin út sem aukaefni með nýjustu útgáfu plötunnar Barcelona.
Trivia: Verið er að vinna að leikinni mynd um kappann. Sacha Baron Cohen mun eiga að fara með aðalhlutverkið.

Beasts of the Southern Wild – Skepnur suðursins villta
Handhafi Gyllta Lundans þetta árið er þessi Bandaríska framtíðarfantasía. Myndin skartar 6 ára gamalli stúlku í aðalhlutverki og bakaríseiganda í stuðningshlutverki sem föður hennar. Þau eru nú bæði talin líkleg til þess að vinna óskarsverðlaun. Þrátt fyrir að vera fantasía er myndin einmitt mjög raunsæ túlkun á mögulegri framtíð, þar sem að loftslagsbreytingar hafa valdið hækkun sjávarmáls sem setur byggðirnar í kring um New Orleans í hættu. Stjórnvöld áætla að rýma „baðkarið“, svæðið sem að Hushpuppy og pabbi hennar Wink búa á, en þrátt fyrir gríðarlega erfiðar aðstæður hafa búar þess sko lítinn áhuga á því að láta reka sig í burtu. Wink er dauðvona alkóhólisti og ofbeldismaður, en þykir samt ofboðslega vænt um dóttur sína og reynir í einlægni að gera hana tilbúna til þess að takast á við framtíðina. Allt þetta sjáum við í gegn um töfra-raunsætt sjónarhron sex ára barns, sem leitar móður sinnar sem „synti í burtu“ og hittir kannski eða kannski ekki furðuverur sem vaknað hafa til lífs. Heillandi mynd, þó deila megi um pólitískar afleiðingar hennar. Vill fólk í þróunarlöndum t.d. ekki yfirleitt þiggja heilbrigðisþjónustuef slíkt er í boði?

Trivia: Quvenzhané Wallis, hin unga aðalleikkona myndarinnar, laug til um aldur við áheyrnarprufur myndarinnar. Leitað var eftir 6-9 ára stelpum, hún var 5.

Ég þarf varla að taka fram að þrátt fyrir að hafa náð að sjá þessar 18 myndir, og valið þær nokkuð vel, var fullt sem ég sé eftir að hafa misst af. Þar ber hæst Startlet sem fékk blaðamannaverðlaun Firesci, og Jagten sem var lokamynd hátíðarinnar. Þá ætlaði ég alltaf að sjá Dracula 3D en það gerðist ekki.  Hvað sáuð þið?

Alla umfjöllun okkar um hátíðina má finna á www.kvikmyndir.is/riff.