Fyrsta mynd úr London has Fallen

Fyrsta ljósmyndin úr London has Fallen, framhaldinu af Olympus has Fallen, var í dag birt á vef Empire kvikmyndaritsins. Í fyrri myndinni lék Gerard Butler fyrrum öryggisvörð í Hvíta húsinu í Washington í Bandaríkjunum, Mike Banner, sem er óvart staddur í húsinu þegar hryðjuverkamenn gera árás á bygginguna.

Myndin féll það vel í kramið hjá áhorfendum að ráðist var í gerð framhaldsmyndar, sem nú er væntanleg í bíó innan skamms.

Sjáðu fyrstu ljósmyndina sem birtist úr myndinni hér fyrir neðan:

butler

Á myndinni sést Butler tukta til einhvern óþokka ( að öllum líkindum ) í neðanjarðarlestarstöð í Lundúnaborg.

„Þetta er skemmtileg sería,“ segir Butler í samtali við Empire. „Maður fær að gera fullt af grjóthörðum hlutum, en einnig er margt fyndið líka.“

Söguþráðurinn er þannig í meginatriðum að Banning þarf að bjarga málunum, með hjálp frá félaga í MI6 leyniþjónustunni bresku, sem Charlotte Riley leikur, þegar Bandaríkjaforseti, sem Aaron Eckhart leikur, verður fyrir árás við útför forsætisráðherra Bretlands. Aðrir þjóðarleiðtogar eru einnig í hættu.

Angela Bassett og Morgan Freeman eru einnig mætt aftur til leiks, Angela sem yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna og Freeman sem forseti bandaríska þingsins.

london 2 london

Radha Mitchell, Jackie Earle Haley, Melissa Leo, Robert Forster og Colin Salmon leika einnig í myndinni.

Frumsýning verður 2. október samkvæmt Empire.