Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd Woody Allen

Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd leikstjórans Woody Allen, Magic in the Moonlight var sýnd í dag. Myndin var tekin upp í Frakklandi og er áttunda myndin sem Allen gerir í Evrópu.

magicinthemoonlight

Það eru þau Emma Stone og Colin Firth sem fara með aðalhlutverkin. Sagan gerist í Frakklandi á þriðja áratug síðustu aldar og segir frá töframanni (Firth), sem reynir að koma upp um sviksemi miðilskonu (Stone).

Stone virðist vera nýja uppáhaldið hans Allen því hún mun einnig leika í næstu mynd hans. Leikarinn Joaquin Pheonix hefur einnig verið staðfestur í annað aðalhlutverkið.

Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr Magic in the Moonlight.