Stone og Phoenix í næstu Woody Allen mynd

emmastoneLeikkonan Emma Stone mun leika í nýjustu mynd Woody Allen, ásamt leikaranum Joaquin Phoenix.

Hvorki söguþráður né titill á myndinni liggur fyrir að svo stöddu, en Allen mun vera handritshöfundur, framleiðandi og leikstjóri líkt og með margar kvikmyndir sem hann hefur áður gert.

Stone virðist vera nýja uppáhaldið hans Allen því hún leikur einnig aðalhlutverkið í nýjustu mynd Allen, Magic in the Moonlight. Sú mynd var tekin upp í Frakklandi og er áttunda myndin sem hann tekur upp í Evrópu. Það er því spurning hvort Allen haldi áfram evrópuferðalagi sínu með næstu mynd.

Síðasta mynd Allens, sem kom í kvikmyndahús, var Blue Jasmine, en þar áður gerði hann To Rome With Love.