Órökréttur maður – Fyrsta mynd!

Sony Pictures Classics birtu í dag fyrstu myndina úr næstu Woody Allen mynd, Irrational Man, eða Órökréttur maður, í lauslegri snörun.

Aðalleikarar í myndinni eru Emma Stone og Joaquin Phoenix, en þau sjást einmitt í hlutverkum sínum á téðri mynd hér fyrir neðan:

emma stone

Í myndinni leikur Emma nema sem verður ástfanginn af heimspekikennara sínum, sem Phoenix leikur.

Þetta er í annað sinn sem Birdman leikkonan leikur í mynd eftir Allen, en hún lék einnig í Magic in the Moonlight.

Irrational Man er 51. kvikmynd Allen í fullri lengd, en aðrir helstu leikarar eru Parker Posey, Ben Rosenfield, Ethan Phillip og Jamie Blackley.

Myndin kemur í bíó 17. júlí nk.