Warner Bros. og Village Roadshow Pictures ætla að gera framhald að The Wizard of Oz, 68 árum eftir að sú fyrri var gerð. Framhaldið verður að einhverju leyti byggt á sýn Todd McFarlane á bókum L. Frank Baum, en McFarlane er einn af framleiðendum kvikmyndarinnar.
Josh Olson skrifar handritið og hann hefur tilkynnt að hann sjái fyrir sér öllu barnvænni útgáfu heldur en þann heim sem Todd McFarlane hefur skapað. Hann segist frekar vilja að myndin sé eitthvað í átt að Harry Potter and the Philosopher’s Stone seríunni heldur en spennutryllinum Seven. Hann sér Dorothy fyrir sér svipaða og Ripley úr Alien og vill gjarnan skapa eitthvað sem nær til aðdáenda The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring. Það verður spennandi að sjá hvort honum tekst að sjóða úr þessum ólíku kvikmyndum einhverja áhugaverða naglasúpu.

