Náðu í appið
7
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring 2001

Frumsýnd: 26. desember 2001

One Ring To Rule Them All.

178 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 92% Critics
The Movies database einkunn 92
/100

Fyrsti hlutinn í þessum epíska og margverðlaunaða þríleik sem byggður er á meistaraverkum J.R.R. Tolkien. Sagan segir frá magnþrunginni ferð Hobbitans Fróða að eldfjallinu hjá Mordor til að eyða hring sem að gæti dregið að sér illsku frá öllum heimshornum.

Aðalleikarar


Þessi mynd er sko bara eintóm snilld, góð tölvu tækni, fínir leikarar, flott baradaga atriði, góður söguþráður, já, það mikil vægasta er að ef maður ætlar að gera bíómund um bók verður maður að hafa sama söguþráð, til að halda áhorfanadanum við myndina! Peter Jackson gerði stórkostlega mynd um hinar stór brotnu bækur : Lord of the rings!!! Besta mynd ársíns vegna heillandi innihalds, friður og spilling blandast saman og gera þar með þjóðsöguna lifandi í einni frábærri kvikmynd!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það sem ég beið með að sjá ALLAR myndirnar í Lord of the Rings trilogy og horfði ekki á þær fyrr en í enda ársins 2004 þá langar mig aðeins að fjalla um þær.

Fyrsti hlutinn kemur á óvart og ég bjóst ekki við neinu en horfði samt. Fannst fyrsti hlutinn bara kynning á persónunum og hvernig söguþráðurinn myndir vefjast síðan upp á sig á næstu tveimur hlutum. Myndatakan og landslagið í myndinni var frábært og Peter Jackson hefur gert góða hluti með að leikstýra. Fin skemmtun og ég var mjög spennt að horfa á mynd númer 2.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Drepleiðinleg, þung og drungaleg. Frábært svefnmeðal sem sekkur manni í djúpan svefn, hvað þá að vera að eyða peningum í að kaupa lengri úgáfuna, cry me a river, þetta er steikt. Star Wars þrennan er 100sinnum betri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stutt og hnitmiðað:


Lord Of The Rings syrpan er snilldarverk Tolkiens og Peter Jackson bjó til mynd eftir henni, sem áðar var talið að það væri ekki hægt! En Peter Jackson sannaði að allt er hægt ef að viljinn er fyrir hendi! Mér finnst að allir ættu að eiga bæði bækurnar og myndirnar heima hjá sér, ekki bara fara einu sinni í bíó og síðan kemur auglýsing að hún sé til sölu þá segir þú „Já þessi... ég er búinn að sjá hana!“ Ég er búinn að kaupa mér þær sem komnar eru út, og mun kaupa allar [Extended DVD Edition] myndirnar. Lord Of The Rings eru bara myndir sem allir eiga skilið að sjá!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég get ekki sagt að ég sé aðdáandi Lord Of The Rings myndana en þessi er samt besta af hinum. Smiður gerir hringa fyrir Álfana,Dvergana,Mennina og hringinn sem ræður yfir öllum hinum til myrkrahöfðingjans Sauron. En í stríði við Orkana og Sauron sker Ísíldúr puttan af honum og fær hringinn. En hann týnist og svo finnur Gollum hann eða réttara sagt frændi hans sem hann drap svo. En svo fann Bilbó Baggan hringinn sem er frændi Fróða. En Bilbó ætlar að eyða síðustu dögum sínum í ævintýri um Miðgarðinn og gefur Fróða hringinn. En Gandalfur segir honum að hann þarf að eyða honum. Þá býr hann til hóp manna og álfa og dverga og hobbita til að eyða hringnum. Þeir í hópnum eru Aragorn (Viggo Mortensen,Psycho endurgerðin) Ísíldúr, Legolas (Orlando Bloom,Pirates Of The Caribbean) Gimli (John Rhys-Davis) Gandalfur (Sir Ian MacKellen,X-men eitt og tvö) Pípinn og Kát og Sóma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn