Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

The Lord of the Rings: The Return of the King 2003

Frumsýnd: 26. desember 2003

201 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 94% Critics
The Movies database einkunn 94
/100

Lokakaflinn í þríleiknum sem segir frá hinni æsispennandi baráttu gegn illskunni frá Mordor. Frodo þarf að ganga í gegnum erfiði, bæði andlega og líkamlega ef hann ætlar að eyða hringnum áður en of seint verður.

Aðalleikarar


Þó að ég hafi farið á Return of the king í bíó og þótt hún ömurleg þá ákváð ég að gefa henni annan séns og ekkert skánaði hún. Alveg hundleiðinleg og með langdregnari myndum síðustu ára. Ég hreinlega fann mig knúinn til að skrifa þessa umfjöllun til að lýsa því yfir að það eru einhverjir sem sjá nákvæmlega ekkert varið í þessar LOTR myndir og augljóslega er ég einn af þeim. Guð minn almáttugur. Þriggja tíma samsuða af formúlukenndum leiðindum og að þetta skuli vera eftir sama leikstjóra og gerði hina frábæru The Frighteners. Hvað var Peter Jackson að hugsa? Hvernig nennti hann þessu? Beyond me. Ég reyndi eins og ég gat til að leiðast ekki en það sem ég sá var virkilega slæm ævintýramynd sem hafði ekkert gott upp á að bjóða. Vermir þessi mynd virkilega fyrsta sætið á topplista kvikmyndir.is? Kommon. Ef að LOTR þættu ágætis skemmtun en ekkert meira þá væri ég kannski ekki svona hissa en...jæja. Sorry gott fólk en mér drepleiddist Return of the king og verð að gefa henni falleinkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessar myndir sem Peter Jackson er búinn að gera þær eru allar SNILD!!!!!!!!!!!!!!!!! og að sjálfsögðu er þessi mynd tilnefnd 11 óskarsverðlauna og þetta er besta mynd sem ég hef séð tónlistin er algjör SNILD og bara allt. og þeir sem segja að þetta er leiðinleg mynd er mér alveg sama hvað þeir segja þessi mynd er bara snild bless í bili.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd tekur hinum tveimur fram um allt, tækni brellur, atriðum og heillandi sögu þráð vantar hvorki né góða leikara eða frábæran leikstjóra!!! Peter Jackson gerir hér þriðju og síðust myndina um lord of the rings : Hér endar ævintýrið!! Fróði og Sómi eru komnir til Mordor undir leiðsögn Gollum, Aragorna ætlar að setjast í hásæti og berjast við Souron og risa her hans!!! Heillandi og stórkostleg mynd og verður meðal bastu mynda síðari ára!!! Heillandi og stórkostleg eins og ég áður nefni og einnig er hún frábær, æðisleg og hrífandi!!! Með öðrum orðum : BESTA MYND ÁRSINS OG SÍÐARI ÁRA!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er snildar mynd ég er samt búinn að sjá hana fyrir löngu.Viggo Mortensen og Orlando Blom fara á kostum í einni bestu mynd í áratug pottþétt fjórar stjörnur frá mér......
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er frábær stórmynd og að mýnu mati er Sómi(Sean Astin) aðal hetjan fróði (Elijah Wood) er bra aumingi. Og ranunini leikur Sean(sómi) mest hann heldur upp myndini ásamt fleirum gaurum. í aðalhlutverkum fyrir utan Sean og Elijah eru Ian mckellen, Billy Boyd, Dominic Monaghan,Viggo Mortensen,Orlando blomm,John Rhys Davies, og andy serkis. þetta er frábær mynd með tæknibrelllum í hæðsta og besta lagi og öllu
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn