Galdrakarlinn í Oz er í draumaheimi

Fyrir stuttu komu út nýjar stillur úr næstu mynd leikstjórans Sam Raimi, en hún ber nafnið Oz: The Great and Powerful og skartar James Franco, Mila Kunis, Rachel Weisz og Michelle Williams í aðalhlutverkum. Myndin er í raun forleikur The Wizard of Oz sem kom út árið 1939, en hún mun fjalla um það hvernig töframaðurinn komst til Oz til að byrja með.

Stillurnar eru hér fyrir neðan (smellið á þær fyrir betri upplausn) og það er óhætt að segja að Sam Raimi sé búinn að búa til ótrúlegan töfraheim.

Djöfull er þetta flott! Oz: The Great and Powerful kemur í bíó 8.mars 2013. Hvað segiði, hvernig lýst ykkur á þetta ?