Gamanmyndirnar ráða ríkjum

Tvær gamanmyndir eru vinsælustu vídeómyndirnar á Íslandi í dag. Gamanmyndin Identity Thief heldur sæti sínu á toppi nýjasta íslenska DVD/Blu-ray listans sem kom út í dag. Myndin fjallar um Sandy Patterson sem er kurteis fjölskyldumaður sem býr í Denver í Colorado og kemst að því einn góðan veðurdag að búið er að tæma bankareikninga hans og fullnýta kreditkortaheimildirnar auk þess sem hann er skyndilega orðinn eftirlýstur af alríkislögreglunni fyrir að mæta ekki fyrir rétt í Miami í Flórída.

identity thief melissa

Önnur vinsælasta vídeóspólan á landinu er gamanmyndin This is 40, aðra vikuna í röð, og í þriðja sæti listans er ný mynd, Jack the Giant Slayer, sem byggð er á ævintýrinu um Jóa og baunagrasið.

Í fjórða sæti, niður um eitt sæti, er gömul toppmynd listans, Snitch og í fimmta sæti og stendur í  stað á milli vikna er Side Effects eftir Steven Soderbergh. 

Smelltu hér til að sjá nýlegar og væntanlegar myndir á DVD og Blu-ray. 

Smelltu hér til að lesa DVD hluta Mynda mánaðarins. 

Hér fyrir neðan er listi 20 vinsælustu vídeómynda á Íslandi í dag:

listinnnn