Geimveran tekur sér bólfestu – Fyrsta stikla úr Alien Covenant

Í fyrstu stiklu fyrir Alien: Covenant, framhald myndarinnar Prometheus, og annan kafla forsögu Alien seríunnar, sjáum við þegar Xenomorph geimveran tekur sér bólfestu í áhafnarmeðlimum í Covenant geimskipinu.

alien

Í myndinni fylgjumst við með geimskipinu Covenant sem er á leiðinni til fjarlægrar plánetu. Þegar þangað er komið þá finnst vélmennið David úr Prometheus, einn og yfirgefinn, í túlkun Michal Fassbender.  Þá sjáum við einnig vélmennið Walter, sem Fassbender leikur einnig.

Myndin byrjar með óhugnanlegu atriði þegar geimveran er komin inn í skipið og brýst út úr baki eins af áhafnarmeðlimum. Undir lokin sjáum við rómantíska senu í sturtu, sem fær hrollvekjandi endi.

sturta

Alien: Covenant kemur í bíó 19. maí nk. og auk Fassbender leika í myndinni þau Noomi Rapace, sem snýr aftur úr síðustu mynd, Prometheus, auk Katherine Waterston (Inherent Vice), Danny McBride (Eastbound & Down), Demian Bichir (A Better Life), Billy Crudup (Watchmen), Jussie Smollett (Empire), Carmen Ejogo (Selma), Amy Seimetz (Upstream Color), Benjamin Rigby (That’s Not Me), Callie Hernandez (Machete Kills) og James Franco (Why Him?).

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan – ath. stiklan er bönnuð börnum: