Gosling flautar og syngur

Ryan Gosling flautar og hefur upp ljúfa söngrödd sína í fyrstu kitlu-stiklu fyrir myndina La La Land, sem er nýkomin út.

Lagið sem hann flytur fyrir persónu Emma Stone í myndinni heitir City of Stars, og er eftir leikstjóra og handritshöfund myndarinnar, Damien Chazelle.

Myndin er söngvamynd og kemur í kjölfar síðustu myndar leikstjórans, hinnar rómuðu Whiplash, þar sem tónlist lék einmitt einnig stórt hlutverk.

gosling

Stone og Gosling leika nú par í þriðja sinn, en þau léku par í Crazy, Stupid Love árið 2011, og síðan í Gangster Squad frá árinu 2013.

Í La La Land leikur Stone efnilega leikkonu og Gosling leikur jasspíanista. Eins og glöggt má sjá, og giska á, eftir að hafa horft á stikluna, þá eru þau elskendur, þó óvíst sé hversu lengi sú ást endist.

J.K. Simmons, sem einmitt fékk Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í Whiplash, leikur einnig í þessari mynd, þó hann sjáist ekki í stiklunni. Tónlistarmaðurinn John Legend, sést hinsvegar í stiklunni.

La La Land verður opnunarmynd 73. kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum nú í ágúst nk. þar sem hún verður heimsfrumsýnd.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan og heyrðu Gosling syngja til Stone: