Greg Kinnear og Willem Dafoe

Hinn frábæri leikari Willem Dafoe ( Shadow of the Vampire ) og Greg Kinnear ( As Good as it Gets ) eru að fara að leika saman í mynd. Ber hún nafnið Autofocus, og fjallar á sannsögulegan hátt um Bob Crane sem lék aðalhlutverkið í Hogan´s Heroes, sem var vinsæll sjónvarpsþáttur. Hann lifði sóðalegu lífi, þar sem kynlíf, lygar og myndbönd spiluðu stóra rullu. Líf hans endaði þegar hann var myrtur, fimmtugur að aldri. Paul Schrader ( American Gigolo ) mun leikstýra myndinni, sem er byggð á bók Robert Graysmith, The Murder Of Bob Crane.